Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 01. ágúst 2008 12:13
Hafliði Breiðfjörð
FH spilar fyrri leikinn gegn Aston Villa á Laugardalsvelli
FH-ingar fara á Villa Park í lok ágúst.
FH-ingar fara á Villa Park í lok ágúst.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
FH-ingar hafa komist að samkomulagi við Aston Villa um að leika fyrri leikinn gegn liðinu í UEFA Cup hér heima og félagið stefnir á að fá að spila leikinn á Laugardalsvelli en ekki á heimavelli sínum Kaplakrika.

Þetta staðfesti Lúðvík Arnarson varaformaður knattspyrnudeildar FH í samtali við Fótbolta.net í dag en hann var viðstaddur dráttinn í Nyon í Sviss í dag.

FH og Aston Villa voru síðustu tvö liðin upp úr skálinni í dag og Aston Villa kom fyrst upp. Því hefði enska liðið átt að eiga heimaleik fyrst en Lúðvík sagði að strax eftir dráttinn hafi FH óskað eftir því við Aston Villa að fá að spila fyrri leikinn hér á landi og það hafi verið samþykkt og bíði nú lokasamþykkis knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sem ætti bara að vera formsatriði.

,,Við erum hrikalega ánægðir með dráttinn, þetta er mjög spennandi og gaman að taka á móti svona stóru liði með þessa sögu. Aston Villa hafa orðið Evrópumeistarar og það er feykilega mikill fengur fyrir íslenska fótboltaunnendur að fá svona lið í heimsókn," sagði Lúðvík í samtali við Fótbolta.net.

Fyrri leikurinn fer því fram hér á landi 14. ágúst næstkomandi en sá síðari á Villa Park í Birmingham 28. ágúst. Þar sem búist er við mjög miklum fjölda áhorfenda á leikinn, jafnt íslenskum sem enskum, mun FH óska eftir því að fá Laugardalsvöll til afnota fyrir leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner