Kolbeinn Sigþórsson hefur skrifað undir nýjan samning við hollenska félagið AZ Alkmaar og framlengir þar með fyrri samningi um tvö ár. Þetta staðfesti Andri Sigþórsson bróðir hans og umboðsmaður í samtali við Fótbolta.net í dag.
Kolbeinn hafði gert þriggja ára samning við AZ Alkmaar síðasta sumar er hann gekk í raðir félagsins frá HK. Hann skrifaði nú undir fimm ára samning og á því fjögur ár eftir af samningi ´sinum.
Kolbeinn sem er 18 ára gamall var mjög óheppinn á sinni fyrstu leiktíð með AZ Alkmaar og var meiddur nánast allt tímabilið og var ekki heill fyrr en alveg í lokin þegar hann náði að spila einn leik.
Hann er alveg meiðslafrír í dag og æfði á fullu hér á Íslandi í sumar og er nú kominn til Hollands að nýju þar sem hann er í toppformi og hefur skorað fimm mörk í tveimur leikjum með varaliði félagsins.
Þrátt fyrir að hafa misst svo mikið úr vegna meiðsla á síðustu leiktíð ákvað AZ Alkmaar að bjóða honum nýjan samning sem hann hefur nú skrifað undir. Áður en hann ákvað að ganga í raðir AZ Alkmaar síðasta sumar var hann mjög eftirsóttur og meðal annars hafði Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal mikinn hug á að næla í hann varð að lúta í lægra haldi fyrir AZ Alkmaar.
Athugasemdir