fös 08. ágúst 2008 14:41
Hörður Snævar Jónsson
Landsbankad: Leikmaður 14. Umf - Matthías Vilhjálmsson (FH)
Leikmann FH fagna með Matthíasi gegn Þrótti.
Leikmann FH fagna með Matthíasi gegn Þrótti.
Mynd: Fótbolti.net - Egill Tómasson
Matthías í leik gegn KR fyrr á leiktíðinni.
Matthías í leik gegn KR fyrr á leiktíðinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Matthías Vilhjálmsson leikmaður FH átti góðan leik þegar liðið lagði Þrótt 2-0 á miðvikudag. Matthías skoraði tvö mörk og var ógnandi í sóknarleik FH.

Matthías Vilhjálmsson
Matthías Vilhjálmsson er 21 árs gamall leikmaður sem er uppalinn hjá BÍ á Ísafirði. Hann gekk í raðir FH árið 2004 en lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki 2005 en þá kom hann við sögu í einum leik í deild. Árið eftir spilaði Matthías 14 leiki þegar FH varð Íslandsmeistari. Í fyrra spilaði svo Matthías 17 leiki í deild og skoraði sex mörk og var valin efnilegastur í Landsbankadeildinni. Í ár hefur Matthías komið við sögu í 11 leikjum í deildinni og staðið sig vel að undanförnu.
,,Ég var bara mjög ánægður með frammistöðu mína og liðsins. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik en svona í seinni hálfleik datt botninn úr þessu en við náðum þremur stigum," sagði Matthías í samtali við Fótbolta.net í dag.

,,Mér fannst þetta kaflaskipt, í seinni hálfleik fannst mér við kýla boltann of mikið upp, við hefðum bara átt að spila eins og við spiluðum í fyrri hálfleik þar sem við óðum í færum og dúndrandi sóknarbolti var í gangi."

FH-ingar fengu urmul færa til þess að skora í fyrri hálfleik en Matthías var sá eini sem náði því.

,,Við hefðum getað skorað fleiri mörk en svona er þetta stundum," sagði Matthías sem segir einn galla á því að hafa skorað tvö mörk því nú skuldi amma hans sér pening.

,,Það er alltaf gaman að skora en það versta við það að ég er að hafa pening af ömmu minni í staðinn, það er það versta við það."

Matthías hafði mátt þola það að sitja á bekknum í sumar en eftir að þeir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir tóku við ÍA hefur hann staðið sig frábærlega.

,,Ég er búinn að vera að spila mjög vel undanfarið, ég var búinn að bíða eftir þessu tækifæri lengi," sagði Matthías sem var staðráðinn í að nýta tækifærið vel.

,,Ég varð bara að sýna að ég ætti að vera í liðinu og að þjálfarinn hefði kolrangt fyrir sér," sagði Matthías en mikil samkeppni er um stöður hjá FH.

,,Það er mikil samkeppni hjá okkur en það er bara af hinu góða."

FH-ingar tróna á toppi deildarinnar en Keflavík fylgir fast á eftir, liðið er þó dottið út úr bikarnum en er Matthías ánægður með sumarið?

,,Ég get ekki verið ósáttur fyrir utan það að detta út úr bikarnum, við erum efstir og höfum verið að sýna stöðuleika. Það kom smá lægð um miðbik móts en þetta er allt í rétta átt," sagði Matthías og segir ekkert annað koma til greina en að vera efstir það sem eftir lifi móts.

,,Að sjálfsögðu ætlum við ekki að hleypa neinu liði fyrir ofan okkur, þetta verður samt barátta til síðasta blóðdropa."

FH-ingar mæta Aston Villa í næstu viku í Evrópukeppni félagsliða, telur Matthías að það muni trufla liðið í deildinni?

,,Ég held ekki, ég held að þetta gefi okkur ákveðin ferskleika og við verðum bara betri eftir það, það er bara gaman að fá að mæta þeim," sagði Matthías sem er spenntur fyrir leiknum.

,,Hann leggst bara mjög vel í mig, við komum sem litla liðið inn í þann leik og höfum engu að tapa. Vonandi mæta margir á völlinn sem ég býst fastlega við."

Áður en FH mætir Aston Villa leikur liðið við KR á útivelli á sunnudag og á Matthías von á erfiðum leik.

,,Það verður mjög erfiður leikur, það er alltaf erfitt að fara í Frostaskjólið og sérstaklega núna þegar KR er búnir að styrkja sig svona vel," sagði Matthías að lokum í samtali við Fótbolta.net.

Sjá einnig:
Leikmaður 13.umferðar - Auðun Helgason (Fram)
Leikmaður 12.umferðar - Marel Baldvinsson (Breiðablik)
Leikmaður 11.umferðar - Hólmar Örn Rúnarsson (Keflavík)
Leikmaður 10.umferðar - Ólafur Páll Snorrason (Fjölnir)
Leikmaður 9.umferðar - Arnar Grétarsson (Breiðablik)
Leikmaður 8.umferðar - Guðjón Baldvinsson (KR)
Leikmaður 7.umferðar - Prince Rajcomar (Breiðablik)
Leikmaður 6.umferðar - Tommy Nielsen (FH)
Leikmaður 5.umferðar - Gunnleifur Gunnleifsson (HK)
Leikmaður 4.umferðar - Tomasz Stolpa (Grindavík)
Leikmaður 3.umferðar - Þórður Ingason (Fjölnir)
Leikmaður 2.umferðar - Pálmi Rafn Pálmason (Valur)
Leikmaður 1.umferðar - Tryggvi Guðmundsson (FH)
Athugasemdir
banner
banner
banner