Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 01. september 2008 23:21
Andri Fannar Stefánsson
Heimild: BBC 
Robinho til Manchester City (Staðfest)
Metupphæð hjá ensku liði
<b>Robinho:</b><br>Mættur í ensku úrvalsdeildina og vonandi er fyrir Manchester City að hann nái að sýna sínar réttu hliðar en þá á hann eftir að stríða flestum varnarmönnum deildarinnar.
Robinho:
Mættur í ensku úrvalsdeildina og vonandi er fyrir Manchester City að hann nái að sýna sínar réttu hliðar en þá á hann eftir að stríða flestum varnarmönnum deildarinnar.
Mynd: Getty Images
Brasilíski sóknarmaðurinn Robinho hefur gengið til liðs við Manchester City frá spænsku risunum Real Madrid en kaupverðið er 32,5 milljónir punda sem er metupphæð hjá ensku félagsliði.

Chelsea hafði verið á höttunum eftir kappanum í allt sumar en fyrr í dag, lokadegi félagaskiptagluggans, buðu Manchester City með nýja eigendur í fararbroddi umrædda upphæð sem var svo að lokum samþykkt í herbúðum Real og Robinho samþykkti fjögurra ára samning.

,,Ég er í skýjunum yfir því að fá það tækifæri að vinna með þessum stórkostlega hæfileikaríka leikmanni sem Robinho er," sagði Mark Hughes, stjóri City, við opinberu vefsíðu félagsins.

Fyrr í dag tók Abu Dhabi United Group yfir félaginu og buðu bæði í Berbatov og Robinho mjög háar upphæðir sem sýnir greinilega að þeir ætli sér að koma á fullu inn í enska boltann og eiga greinilega nóg af peningum.

,,Þetta sýnir metnað og vilja Manchester City bersýnilega. Ég hef sagt það áður að til að berjast við stærstu félögin hérna verðum að berjast um leikmenn í þessum gæðaflokki og Robinho er óumdeilanlega einn af bestu leikmönnum veraldar."

,,Ég hlakka til að kynna hann fyrir hópnum og stuðningsmönnum City við fyrsta tækifæri."

Robinho fór þá skrýtnu leið að kalla til blaðamannafundar í gær til að ítreka þrá sína og löngun í að fara frá Real Madrid en hann virðist hafa verið óánægður með Real eftir að þeir reyndu ítrekað að selja hann til að fjármagna kaup á Ronaldo hjá United sem gengu svo ekki.

,,Við höfum samþykkt að selja leikmanninn á forsendum hans, fótboltalegum og svo er þetta mikilvæg upphæð af peningum," sagði Calderon forseti Real Madrid við spænska sjónvarpið.

,,Sú staðreynd að leikmaðurinn semur við Manchester City sannar þó að hann er ekki að fara á íþróttalegum forsendum."

,,Bernd Schuster hélt alveg þar til í gær að hann myndi ná að snúa Robinho og hreinsa loftið en það gekk ekki."

Þetta eru virkilega mikil tíðindi og ein þau stærstu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Upphæðin er eins og áður segir metupphæð fyrir leikmann hjá ensku liði og verður afar fróðlegt og spennandi að sjá hvernig Robinho mun ganga á Englandi.
Athugasemdir
banner
banner