mán 08. september 2008 10:51
Magnús Már Einarsson
Heimild: Sky 
Steven Gerrard ekki með Liverpool gegn Manchester United
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard fyrirliði Liveprool mun missa af leik liðsins gegn Manchester United næstkomandi laugardag.

Gerrard er að jafna sig eftir að hafa farið í aðgerð á nára en þau meiðsli urðu til þess að hann varð að draga sig út úr enska landsliðshópnum.

Gerrard hefur leikið þrátt fyrir nárameiðslin nú í byrjun tímabils en hann hefur tekið mikið af verkjatöflum til að geta þátt í leikjum. Á dögunum ákvað hann hins vegar að fara í aðgerð og ná 100% bata.

,,United leikurinn kemur of snemma," sagði Gerrard við Liverpool Daily Post.

,,Ég á ágætis möguleika fyrir Meistaradeildarleikinn gegn Marseille (16.september) en ég hef talað við stjórann og sagði honum að ég vildi ná ákveðið mörgum æfingum áður en ég kem til baka."

,,Ég vil ekki fara í stórleik eftir einungis eina æfingu með strákunum,"
sagði Gerrard.

Fernando Torres er einnig frá vegna meiðsla og óvíst er hvort hann verði klár á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner