Heimild: Eyjafréttir
Agustine Nsumba (.t.v) og Andrew Mwesigwa (t.h) ásamt Sigursveini Þórðarssyni formanni knattspyrnudeildar ÍBV eftir að samningurinn var undirritaður.
Úgönsku leikmennirnir Andrew Mwesigwa og Augustine Nsumba hafa framlengt samninga sína við ÍBV.
Báðir leikmennirnir voru lykilmenn hjá ÍBV þegar að liðið sigraði fyrstu deildina í ár en báðir voru þeir valdir í lið ársins af fyrirliðum og þjálfurum.
Andrew er nú samningsbundinn ÍBV út 2011 en Augustine til ársins 2010.
Andrew, eða Siggi eins og Eyjamenn kalla hann, hefur verið hjá ÍBV síðan 2006 og hefur því sitt fjórða tímabil með ÍBV á næsta ári. Hann hefur leikið 51 leik og skorað 2 mörk fyrir ÍBV.
Augustine, eða Gústi spilað 33 leiki og skorað 4 mörk fyrir Eyjamenn en hann missti einungis af einum leik í sumar.
Athugasemdir