Breiðablik hefur samþykkt tilboð Hamburg í Jóhann Berg Guðmundsson leikmann liðsins en hann mun halda utan á sunnudag og skoða aðstæður hjá félaginu.
Svavar Jósefsson framkvæmdarstjóri Breiðabliks sagði í samtali við Fótbolta.net að félagið hefði samþykkt tilboð Hamburg í Jóhann
Forráðamenn Hamburg voru staddir hér á landi í gær og komust þá að samkomulagi við Breiðablik og ræddu þá einnig við Jóhann.
Jóhann Berg var eini leikmaður Breiðabliks sem lék alla leiki liðsins í Landsbankadeild karla en liðið olli miklum vonbrigðum og endaði í áttunda sæti deildarinnar.
Jóhann lék einnig sína fyrstu landsleiki á árinu en hann lék tvo leiki með U21 árs landsliðinu og einn með A landsliðinu.
Hann á aðeins eftir að semja við forráðamenn Hamburg um kaup og kjör og því eru miklar líkur á að hann fari út í atvinnumennsku.
Athugasemdir