Heimild: Heimasíða Arsenal
Arsene Wenger, þjálfari Arsenal heldur að Dennis Bergkamp, fyrrum framherji og goðsögn liðsins komi til með að verða frábær þjálfari og geti náð góðum árangri á Englandi.
Wenger býst þó ekki við að Hollendingurinn knái snúi aftur til Norður-Lundúna strax en Bergkamp er enn að læra til að fá þjálfaragráðun og vinnur einnig sem þjálfari hjá Ajax við hlið Marco van Basten.
,,Dennis er að læra á þessari stundu," sagði Wenger.
,,Við skulum sjá hvað framtíðin ber í skauti sér, ég væri til í að sjá alla okkar gömlu leikmenn sem hafa verið eins frábærir og Dennis og hafa alvöru Arsenal anda hér koma hingað að þjálfa, en það verður að vera laus staða líka."
,,Ég held hann verði frábær þjálfari en ég veit ekki hvenær það gerist. Við erum ekki að leita að þjálfurum núna.
Athugasemdir