Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 28. nóvember 2008 17:45
Gunnar Gunnarsson
Heimild: Soccernet 
Andrei Arshavin vill alls ekki spila með Zenit á næsta ári
vill ólmur losna úr rússnesku deildinni og róa á önnur mið
Andrei Arshavin framherji Zenit vill losna frá félaginu og það sem fyrst
Andrei Arshavin framherji Zenit vill losna frá félaginu og það sem fyrst
Mynd: Getty Images
Arshavin fagnar hér marki gegn Bayer Leverkusen með skemmtilegum hætti í leik í Evrópukeppni félagsliða. Zenit fór alla leið í keppninni og sigraði Rangers í úrslitaleik.
Arshavin fagnar hér marki gegn Bayer Leverkusen með skemmtilegum hætti í leik í Evrópukeppni félagsliða. Zenit fór alla leið í keppninni og sigraði Rangers í úrslitaleik.
Mynd: Getty Images
Evrópumeistarar félagsliða, Zenit frá Pétursborg ætla ekkert að gefa eftir í baráttunni í að halda í leikmann sinn Andrei Arshavin en félagið hefur gefið það út að ferill framherjans knáa sé ef til vill í hættu, hyggist kappinn fara í verkfall hjá liðinu.

Hinn 27 ára gamli Arshavin hefur ekki farið leynt með áhuga sinn að vilja yfirgefa Zenit og róa á önnur mið. Hann vill ólmur losna frá félaginu helst strax þegar leikmannamarkaðurinn opnar í janúar.

,,Ef þeir setja ekki raunhæfann verðmiða á mig og leyfa mér að fara, þá mun ég verða áfram hjá Zenit en aðeins á pappírunum. Ég mun ekki spila fyrir félagið á næsta ári," sagði Arshavin.

Arshavin hefur verið sterklega orðaður við Tottenham en þar myndi hann hitta fyrir samherja sinn í rússneska landsliðinu, Roman Pavlyuchenko. Einnig hefur orðrómur verið á kreiki að Spánarmeistarar, Real Madrid falist eftir starfskröftum hans.

Hvað sem þessum sögusögnum líður, þá hafa forráðamenn Zenit svarað þessum ágreiningi við Arshavin fullum hálsi og nú síðast forseti félagsins Alexander Dyukov.

,,Ef Arshavin hyggst fara í verkfall þá þýðir það endalok hans sem atvinnumanns í fótbolta. Ég trúi því ekki að hann grípi til slíkra örþrifaráða," sagði Alexander Dyukov í viðtali við Daily Mail og bætti við.

,,Við getum ekki bara leyft honum að fara. Við verðum að fá ásættanlegt verð fyrir hann. Það var hans ákvörðun að framlengja samninginn við okkur í fyrra og hann fékk vel greitt fyrir, sagði forseti félagsins og hélt áfram.

,,Að sjálfsögðu eru við tilbúnir að hlusta á tilboð líkt og við höfum alltaf gert. Við fengum tilboð frá Tottenham í sumar en það var einfaldlega ekki nægilega gott. Þeir lögðu til að greiða okkur upphæðina á fjórum árum. Það væri einskonar lán liggur við og okkur þótti það óásættanlegt," sagði Dyukov.

Zenit, sem eru einnig að reyna að halda í Anatoly Timoschuk en sögusagnir herma að Bayern München hafi áhuga á honum, vilja fá sómasamlegar upphæðir fyrir sína leikmenn.

Dick Advocaat þjálfari liðsins slær botninn í þessa umræðu og segir:
,,Þessar endalausu vangaveltur eru ekki áhugaverðar. Það munu alltaf verða til félög þarna úti sem hafa áhuga á Arshavin. Spurningin er bara hvort eitthvað félag getur borgað rétt verð fyrir hann."
Athugasemdir
banner
banner
banner