Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 30. nóvember 2008 07:57
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Goal.com 
Joe Cole: Sýnið okkur medalíurnar ykkar Arsenal
Joe Cole í leik gegn Arsenal í fyrra
Joe Cole í leik gegn Arsenal í fyrra
Mynd: Getty Images
Joe Cole, leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni hefur byrjað sálfræðistríðið gegn Arsenal fyrir leik liðanna á eftir á Stamford Bridge með því að skjóta á liðið hvað þeir hafa unnið síðustu ár.

Cole, sem er 27 ára gamall sparaði ekki stóru orðin á blaðamannafundi en hann sagði að frábær spilamennska Arsenal hefði ekki verið að skila þeim neinum titlum undanfarin þrjú ár og fáar medalíu hafi verið unnar.

,,Fólk er alltaf að tala um þennan frábæra fótbolta sem Arsenal spilar, en ef þú lítur á síðustu þrjú árin hvaða lið er þá að vinna titlanna? Skilur þú hvað ég meina," sagði hann og spurði fréttamenn.

,,Ég væri svo sannarlega ekki til í að spila fyrir lið sem myndi aldrei vinna bikara. Þú ert ekki að fara að sitja á ströndinni í lok tímabils talandi um Cruyff bragðið sem þú gerðir eða klobbann sem þú gerðir í janúar er það nokkuð?" sagði hann enn fremur.

,,Þú vilt hugsa um medalíurnar sem þú vannst. Það er málið og það er ástæðan fyrir því að maður spilar þetta. Okkar markmið er að skila inn verðlaunum og væri ég vel til í að vera með eina til tvær medalíur á ströndinni eftir tímabilið," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner