Eins og við sögðum frá á laugardag mætti landsliðsmaðurinn Garðar Jóhannsson í Kringluna þá síðar um daginn og sýndi listir sínar með bolta og áritaði myndir af sér.
Garðar var í fullum skrúða, íslenska landsliðsbúningnum, tanaður og flottur þegar hann útdeildi myndum af sér eftir að hafa áritað þær.
Uppákoman var þó ekki skipulögð af honum sjálfum heldur voru Veigar Páll Gunnarsson og aðrir félagar hans úr Garðabænum að steggja hann á laugardag.
Hluti af steggjuninni var að fara með hann í Kringluna í þetta verkefni sem tókst vel upp hjá honum. Á myndinni má sjá mynd frá laugardeginum.
Athugasemdir