Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. desember 2008 08:42
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Setanta 
Petr Cech: Erfitt fyrir dómarann að taka ákvörðun
Petr Cech.
Petr Cech.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Petr Cech markvörður Chelsea segir að Phil Dowd dómari leiks liðsins gegn Everton í gær hafi þurft að taka erfiða ákvörðun þegar hann rak John Terry fyrirliða Chelsea af velli fyrir ljótt brot.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli og þar með varð Chelsea af tækifærinu að komast á topp deildarinnar en Terry fékk rauða spjaldið fyrir tæklingu á Leon Osman.

,,Það er tækling og ég tel það erfitt fyrir dómarann, því hann hefur sekúndubrot til að taka ákvörðun," sagði Cech við Setanta Sports.

,,Áhorfendur eru þarna, mikill hávaði, og það gerir þetta enn erfiðara fyrir dómarann. Hann tók ákvörðun sem við verðum að lifa með. Stundum gerist þetta í fótbolta að maður verður að komast af með tíu menn."

Chelsea verður því framyfir jól í skugga Liverpool sem er í toppsæti deildarinnar en Cech telur sína menn hafa unnið stig en ekki tapað tveimur. ,,Það er leiðinlegt að við höfum ekki unnið leikinn því við hefðum getað verið á toppi deildarinnar að nýju, en við getum sagt að þetta hafi verið gott stig."
Athugasemdir
banner
banner