Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 29. desember 2008 18:20
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Daily Mail 
Lítið nýtt af handtöku Steven Gerrard - Fórnarlambið plötusnúður
Steven Gerrard.
Steven Gerrard.
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar hafa ekki greint frá miklum nýjum tíðindum af Steven Gerrard þegar leið á daginn í dag en hann er í haldi lögreglu eftir líkamsárás í Southport í nótt.

Þó hefur nú verið staðfest að maðurinn sem ráðist var á hafi verið plötusnúður á Lounge Inn skemmtistaðnum í Soutport á Merseyside. Auk Gerrard voru fimm aðrir handteknir vegna árásarinnar.

Ekki er búið að staðfesta ástæðu árásarinnar en þó hefur því verði haldið fram í enskum fjölmiðli í dag að ráðist hafi verið á plötusnúðinn þegar hann neitaði að spila ákveðna plötu.

Gerrard mun hafa farið út að skemmta sér með vinum sínum eftir 1-5 sigur Liverpool á Newcastle í gær en hann skoraði sjálfur tvö mörk í leiknum. Hann var svo handtekinn eftir árásina en ekkert hefur komið fram enn um hvaða hlut hann átti í máli.

Alex Curran, eiginkona hans sást á kaffihúsi í nágrenni lögreglustöðvarinnar þar sem Gerrard hefur verði í yfirheyrslum í dag. Hún neitaði að svara spurningum fréttamanna er hún fór í bifreið sína og keyrði í átt til Liverpool.

Skemmtistaðurinn var enn lokaður í dag en í gegnum glugga mátti sjá greinileg merki um slagsmál, meðal annars greinilega blóðbletti á gólfinu auk brotinna glasa.

Ekki er enn búið að leggja fram kæru í málinu en plötusnúðurinn var með áverka á andliti, þó ekki lífshættulega. Liverpool hefur ekki viljað tjá sig um málið í dag.
Athugasemdir
banner
banner