Heimild: Sky
Arsene Wenger stjóri Arsenal viðurkenndi að honum hefði verið mjög brugðið þegar hann heyrði sterk orð Rafa Benítez sem beindust að Sir Alex Ferguson síðasltiðinn föstudag.
Spánverjinn, sem er yfirleitt frekar rólegur og fáorður, skaut föstum skotum að kollega sínum hjá Manchester United og sakaði hann um algera vanvirðingu gagnvart dómurum og sagði hann komast upp með allt sem hann vildi.
Wenger, sem tryggði sér nauman 1-0 sigur á Bolton í gær, segist ekki vilja gefa álit sitt á þessu máli en viðurkennir að þetta hafi komið honum á óvart.
,,Þetta kom mér algerlega á óvart, því hann er yfirleitt mjög þögull maður. En ég vil ekki tjá mig frekar um þetta, ég veit eiginlega ekki hvað þetta snýst allt um,” sagði Wenger.
,,Ég veit ekki hvað Ferguson er að gera – þú veist það ekki heldur, enginn veit það í þessu landi.”
,,En ef Alex Ferguson, Benítez eða ég gerum eitthvað rangt, þá er fólk í kringum dómarana sem getur gefið skýrslur um atvikin.”
,,Ég tel það vera mikilvægt að einbeita sér að leiknum, ef við sjáum eitthvað óvenjulegt getum við sagt það, eins og ég gerði eftir Aston Villa leikinn.”
,,En utan við það, þá sé ég ekki að það séu nein alvarleg vandamál í enskri knattspyrnu.”
Athugasemdir