Heimild: Sky
Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool heldur áfram sálfræðistríði sínu við Manchester United og eftir að hafa ráðist að Sir Alex Ferguson stjóra Man Utd á föstudag hélt hann áfram í morgun og sneri sér næst að David Gill framkvæmdastjóra Man Utd.
Gill er í stjórn enska knattspyrnusambandsins, FA, og Benítez telur að af því myndist hagsmunaárekstrar í viðtali sem birtist í Daily Mirror í morgun.
,,Þeir voru að segja að við séum ekki ógn," sagði Benítez við Dail Mirror. ,,Núna vita þeir að við erum það, og þeir eru að byrja í sálfræðistríði."
,,En ég held að þetta sé ekki sálfræðistríð þegar þú hefur stjórn á öllu, þetta er sálfræðistríði þegar þú ert á sama plani og aðrir, þá geturðu sýnt að þú ert klárari en aðrir."
,,En þegar þú stjórnar öllu og framkvæmdastjórinn þinn er valdmikill í FA og svoleiðis, þá er þetta ekki sálfræðistríð. Eru hagsmunaárekstrar við David Gill hjá FA? Það er önnur staðreynd. Það er staðreynd að einn maður hefur mikil völd, og er í mörgum nefndum hjá FA. Mér finnst það mjög skrítið."
Athugasemdir