Heimild: Vefsíða Liverpool
Rafael Benítez stjóri Liverpool segir að hann sjái ekkert eftir ummælum sínum um Sir Alex Ferguson stjóra Manchester United á vikulegum fréttamannafundi sínum á föstudag og segir að Ferguson verði að hætta að hugsa um Liverpool.
,,Ef herra Ferguson myndi hætta að tala um Liverpool þá væri það kannski gott. Hann er augljóslega taugaveiklaður yfir Liverpool," sagði Benítez.
,,Ég get sagt ykkur að margir hafa sent mörg skilaboð, ekki til mín heldur til starfsfólksins og margra hjá félaginu, til að segja: 'Það hefur þá allavega einn sagt eitthvað sem allir vildu segja'."
,,Kannski vegna þess að á 20 árum gat enginn sagt þetta og kannski voru margir að hugsa það sama en sögðu ekki. Ég hef þekkt herra Ferguson í fimm ár núna og tel það of snemmt að fara í sálfræðistríð. Hann verður að hugsa um sitt eigið lið."
,,Ég ber mikla virðingu fyrir honum. Hann er frábær stjóri en hann var að tala of mikið um Liverpool, svo auðvitað verður það að hætta. Ég hef áhyggjur af því núna að undir´bua liðið fyrir næsta leik gegn Everton og það er það eina. Ég segi alltaf að við tökum þetta einn leik í einu, það er mín skoðun á að gera hlutina."
Athugasemdir