Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 23. janúar 2009 19:14
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Reuters 
Emile Heskey til Aston Villa (Staðfest)
Emile Heskey er kominn til Aston Villa.
Emile Heskey er kominn til Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Emile Heskey framherji enska landsliðsins er genginn í raðir Aston Villa frá Wigan Athletic en kaupverðið er 3,5 milljónir punda.

Heskey sem er 31 árs gamall gerði þriggja og hálfs árs samning við Aston Villa en þarna hittir hann fyrir að nýju knattspyrnustjórann Martin O'Neill sem hann vann með áður hjá Leicester City þar sem Heskey hóf ferilinn árið 1994.

,,Ég er alveg hæstánægður," sagði O'Neill við vefsíðu Aston Villa í kvöld. ,,Emile hefur verið frábær leikmaður í fjölda ára og þetta eru frábærar fréttir. Þetta gefur okkur öllum aukinn kraft."

,,Hann er að koma á virkilega mikilvægum tíma. Við erum að ganga í gegnum góða tíma en við höfum ekki stærsta hóp í heimi."

,,John Carew er að koma aftur eftir bakmeiðsli en það eru enn ein til tvær vikur í að hann verður tilbúinn og Emile hefði ekki getað komið á betri tíma."


Heskey var í sex ár hjá Leicester áður en hann gekk til liðs við Liverpool þar sem hann lék í fjögur ár. Þaðan fór hann svo til Birmingham City og svo til Wigan.
Athugasemdir
banner
banner