Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 02. febrúar 2009 19:10
Magnús Már Einarsson
Heimild: Heimasíða Chelsea 
Ricardo Quaresma til Chelsea (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur fengið kantmanninn Ricardo Quaresma á láni frá Inter út þetta tímabil en þetta var staðfest á heimasíðu enska félagsins í kvöld. Gengið var frá lánssamningnum áður en félagaskiptaglugginn lokaði klukkan 17:00.

Quaresma kom til Inter frá Porto síðastliðið sumar en hann var einn af fyrstu leikmönnunum sem Jose Mourinho fékk til félagsins.

Þessi 25 ára gamli Portúgali hefur hins vegar ekki átt sjö dagana sæla á Ítalíu en hann fékk meðal annars óblíðar móttökur frá stuðningsmönnum Inter í leik gegn Torinio í gær.

Þá var Quaresma ekki valinn í Meistaradeildarhópinn hjá Inter og það þótti gefa vísbendingar um að hann gæti verið á förum á láni eins og nú hefur komið á daginn en fyrr í dag var leikmaðurinn orðaður við Tottenham.

Quaresma verður sjötti Portúgalinn í aðalliðshópi Chelsea en hann hefur skorað þrjú mörk í 24 landsleikjum fyrir þjóð sína.
Athugasemdir
banner
banner
banner