Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
   fös 06. febrúar 2009 14:56
Alexander Freyr Tamimi
Heimild: Sky 
Liverpool á eftir undrabarni frá Barcelona
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur í hyggju að næla sér í undrabarnið Gerard Deulofeu sem leikur með unglingaliði Barcelona.

Deulofeu er sagður vera einn af efnilegustu leikmönnum Evrópu um þessar mundir og hafa njósnarar frá fjölmörgum félögum verið að fylgjast með framförum þessa 14 ára stráks.

Chelsea og Arsenal hafa bæði verið orðuð við hinn unga Deulofeu en Liverpool vonast til að geta nappað honum frá erkifjendum sínum og fá hann til Bítlaborgarinnar.

Paco de Gracia njósnari Liverpool hefur mælt með ungstirninu við Rafa Benítez og munu þeir hugsanlega beita sömu aðferð og þeir gerðu til að fá Daniel Pacheco frá Barcelona og yfir á Anfield.

Fréttir á Spáni herma að Liverpool sé nú þegar að undirbúa samningstilboð í Deulofeu og verðum við bara að fylgjast með hvað gerist á næstu dögum eða vikum.
Athugasemdir