Fjölnir 3 - 3 Leiknir
0-1 Helgi Pjetur Jóhannsson (21)
0-2 Helgi Óttarr Hafsteinsson (36)
1-2 Andri Valur Ívarsson (60)
1-3 Ólafur Hrannar Kristjánsson (75)
2-3 Andri Valur Ívarsson (89)
3-3 Andri Valur Ívarsson (90+3)
0-1 Helgi Pjetur Jóhannsson (21)
0-2 Helgi Óttarr Hafsteinsson (36)
1-2 Andri Valur Ívarsson (60)
1-3 Ólafur Hrannar Kristjánsson (75)
2-3 Andri Valur Ívarsson (89)
3-3 Andri Valur Ívarsson (90+3)
Andri Valur Ívarsson skoraði þrennu fyrir Fjölni þegar að liðið gerði 3-3 jafntefli gegn Leikni á Reykjavíkurmótinu í dag. Andri Valur skoraði öll mörkin í síðari hálfleik en hann jafnaði leikinn seint í viðbótartíma.
Fjölnismenn eiga með þessum úrslitum möguleika á að komast áfram í undanúrslitin ef KR sigrar Þrótt í viðureign liðanna sem nú stendur yfir.
Fjölnismenn voru meira með boltann í byrjun leiks í Egilshöll í dag en sóknir Leiknismanna voru hættulegri. Leiknismenn skoruðu fyrsta markið á 21.mínútu þegar að Helgji Pjetur Jóhannsson náði að koma boltanum í netið eftir darraðadans í teignum eftir aukaspyrnu frá Aron Fuego Daníelssyni.
Helgi Óttar Hafsteinsson jók síðan forystuna fyrir Leikni þegar hann átti tók boltann á "kassann" og skoraði með fallegui skoti efst upp í markhornið framhjá varnarlausum Þórði Ingasyni í markinu og staðan 2-0 í leikhléi.
Í síðari hálfleik náðu Fjölnismenn að minnka muninn þegar að Andri Valur skoraði af stuttu færi eftir undirbúning frá Illuga Gunnarssyni. Fjölnismenn sóttu í sig veðrið og virtust líklegri en það voru hins vegar Leiknismenn sem náðu aftur tveggja marka forystu á 75.mínútu.
Tómas Michael Reynisson átti þá langa sendingu og Ólafur Hrannar Kristjánsson náði að taka á móti boltanum og skora.
Guðmundur Karl Guðmundsson, ungur leikmaður Fjölnis, lék varnarmenn Leiknis síðan grátt undir lok venjulegs leiktíma, komst inn í teiginn og sendi út á Andra Val sem skoraði.
Í viðbótartíma misnotaði Tómas Michael dauðafæri fyrir Leikni þegar hann skaut yfir og strax í næstu sókn náðu Fjölnismenn að jafna. Illugi sendi þá aftur fyrir á Andra Val sem skoraði núna með skalla og lokatölurnar 3-3.
Athugasemdir