Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 13. febrúar 2009 09:25
Alexander Freyr Tamimi
Heimild: Bold.dk 
Guðlaugur Victor fær ótrúlegt hrós frá Steven Gerrard
Guðlaugur ásamt Steven Gerrard
Guðlaugur ásamt Steven Gerrard
Mynd: Úr einkasafni
Guðlaugur Victor Pálsson sem gekk til liðs við Liverpool frá AGF í janúar hefur fengið býsna jákvæða byrjun hjá liðinu eftir að sjálfur fyrirliðinn Steven Gerrard hrósaði honum í hástert.

Guðlaugur var í byrjun janúar settur í aðallið AGF en hann hafði aðeins æft með þeim örfáum sinnum þegar stórliðið Liverpool fékk hann til sín.

Þessi fyrrum leikmaður Fylkis hefur nú verið í Bítlaborginni í mánuð og hingað til hefur allt gengið eftir óskum.

„Guðlaugur hefur fengið óskabyrjun í Liverpool. Hann hefur aðlagast liðinu mjög fljótt og það kom félaginu örlítið á óvart. Ég bjóst reyndar við því vegna þess að Guðlaugur hefur mjög gott hugarfar sem hentar fullkomlega í enska boltanum,“ sagði umboðsmaður hans Guðlaugur Tómasson við Bold.dk.

„Fjölskylda hans flytur til Liverpool um helgina og hingað til hefur hann verið hjá Nikola (Saric) sem hann hefur tengst sterkum böndum. En það verður auðvitað ennþá betra fyrir hann að fá sinn eigin stað til að búa á og að fá móður sína og systur til sín. Þær hafa báðar stutt hann mikið.“

Þessir ungu og efnilegu leikmenn Liverpool eru ekki algerlega aðskildir frá stjörnunum í aðalliðinu og því fékk Guðlaugur heldur betur að kynnast þegar hann stóð augnliti til augnlitis við Steven Gerrard fyrirliða.

„Gerrard sagði beinlínis við hann í gær að Guðlaugur minnti hann á sjálfan sig sem ungan spilara. Það er nú ekki versta hrósið sem ungur knattspyrnumaður getur fengið,“ sagði Guðlaugur að lokum.

Guðlaugur Victor er samningsbundinn Liverpool til sumarsins 2011.
Athugasemdir
banner
banner