Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 16. febrúar 2009 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Opinber heimasíða Liverpool 
Benitez ánægður með að Insúa sé kominn aftur
Emiliano Insúa í leik með Liverpool
Emiliano Insúa í leik með Liverpool
Mynd: Getty Images
Rafael Benitez, stjóri Liverpool í ensku úrvalsdeildinni er hæstánægður með að Emiliano Insúa, leikmaður liðsins sé kominn til baka frá landsliðsverkefni með Argentínu.

Insúa, sem er 20 ára gamall spilaði með U-20 ára liði Argentínu í Suður-Ameríku keppninni, en liðið komst ekki í gegnum riðlakeppnina og komst liðið þar með ekki á heimsmeistarakeppnina í fyrsta sinn í 16 ár.

Hann náði að koma sér fyrir í byrjunarliði Liverpool áður en hann hélt út Venesúela, og vill Benitez nú að Insúa taki upp þráðinn þar sem hann skildi við hann og berjist fyrir sæti sínu í vinstri bakvarðarstöðunni.

,,Hann var að spila mjög vel áður en hann fór. Hann spilaði nokkra leiki fyrir okkur og var góður í þeim," sagði Benitez við opinbera heimasíðu Liverpool.

,,Hann hefur spilað mikið af leikjum fyrir landsliðið, en hann spilaði í bæði vinstri bakverði og sem miðvörður. Varnarmenn hlaupa ekki eins mikið þegar þeir eru í miðverði, en við verðum að líta á hann þegar hann kemur til baka og athuga hvort hann þurfi smá hvíld."

,,Það er gott að fá hann til baka, en á þessu stigi tímabilsins þegar margir leikmenn berjast um sömu stöðuna í liðinu þá er aðstæður mun betri,"
sagði Benitez að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner