Heimild: Sky
Sepp Blatter forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) er tilbúinn til að stíga næstu skref að því að hin umdeilda „sex plús fimm“ regla verði að veruleika, eftir að óháð nefnd greindi frá því að þetta bryti engin lög.
Blatter hefur lengi verið hlynntur því að félagslið verði að stilla upp að minnsta kosti sex leikmönnum í byrjunarliði sínu sem eru gjaldgengir í landslið þeirrar þjóðar sem deildin er í.
Hugmyndin er sú að minnka flæði erlendra hæfileikamanna í deildir frá Evrópu og á það að vera gert til að vernda landslið hverrar þjóðar fyrir sig. Ekki eru allir hlynntir þessum áformum Alþjóðaknattspyrnusambandsins og hefur Evrópusambandið meðal annars lýst sig andvígt þessari hugmynd og segja þeir þessa reglu stangast á við reglur um frjálst flæði vinnuafls innan Evrópu.
Aftur á móti hefur sjálfstæð nefnd á vegum FIFA skilað inn skýrslu sem segir að þessi regla brjóti engin lög og að það megi framfylgja henni ef sambandið kýs að taka næsta skref.
Blatter var skiljanlega mjög ánægður eftir að niðurstaða nefndarinnar var opinberuð.
„Þessar rannsóknir staðfesta að við erum ekki að brjóta Evrópulög með því að framfylgja sex plús fimm reglunni,“ sagði þessi umdeildi forseti FIFA.
„Fyrir hönd FIFA vil ég bara lýsa yfir ánægju minni með niðurstöðu þessarar skýrslu. Með sex plús fimm reglunni vijum við hvetja til uppbyggingu ungra leikmanna, við verjum landsliðin og við viðhöldum samkeppni. Þess vegna þessi regla góð fyrir knattspyrnuna.“
Athugasemdir