Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
   fim 05. mars 2009 12:32
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Ashley Cole var handtekinn í nótt
Ashley Cole leikmaður Chelsea og enska landsliðsins var handtekinn í nótt en hann var drukkinn og með óspektir.

Cole hrópaði ókvæðisorðum í átt að lögreglu við næturklúbb í South Kensington en hann lét illa og neitaði að róa sig niður.

Cole, sem er 28 ára, var handtekinn um klukkan 2:15 og farið var með hann á lögreglustöð.

Eftir skýrslutöku var Cole sektaður um 80 pund og honum var síðan sleppt úr haldi um klukkan 5:30 í morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner