Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 17. mars 2009 12:24
Alexander Freyr Tamimi
Heimild: Sky 
Lucas Leiva íhugar framtíð sína
Lucas hefur ekki þótt nægilega góður í ár
Lucas hefur ekki þótt nægilega góður í ár
Mynd: Getty Images
Brasilíumaðurinn Lucas Leiva viðurkennir að hann gæti þurft að yfirgefa Liverpool til að geta haldið sæti sínu í landsliðinu. Þessi 22 ára miðjumaður er mikils metinn í heimalandinu og hefur nú þegar fengið að spreyta sig með landsliðinu þrátt fyrir ungan aldur.

Frammistaða hans hjá Liverpool á tímabilinu hefur þó ekki vakið mikla hrifningu og efast margir um getu hans til að berjast við þá Xabi Alonso og Javier Mascherano um stöðu sína á miðjunni.

Rafa Benítez knattspyrnustjóri Liverpool virðist hafa mikla trú á þessum fyrrum leikmanni Gremio en þessi miðjumaður viðurkennir þó að hann geti ekki haldið áfram að verma varamannabekkinn ef hann vill eiga sér stað í framtíðaráformum Carlos Dunga landsliðsþjálfara Brasilíu.

„Mér finnst ég hafa spilað mikið en samkeppnin um byrjunarliðssæti er mjög mikil hérna,“ sagði Lucas.

„Þetta veldur mér ekki miklum áhyggjum en markmið mitt hefur samt alltaf verið að spila til að ganga úr skugga um að ég komist aftur í landsliðið.“

„Þegar tímabilinu lýkur verð ég að skoða hvaða möguleiki er bestur í stöðunni fyrir mig. Heimsmeistaramótið er á næsta ári og ég verð að berjast fyrir því að fá tækifæri til að taka þátt í því og maður verður að fá að spila til að verða valinn í liðið.“


Lucas hefur misst sæti sitt í liði Brasilíu eftir að hafa verið valinn nokkrum sinnum og segist hann ekki vita hvers vegna Dunga ákvað að velja hann ekki.

„Ég get ekki útskýrt hvað gerðist en Dunga tekur sínar ákvarðanir,“ sagði hann.

„Ég var í hópnum í seinustu fjórum leikjum í undankeppni HM og ég spilaði gegn Bólivíu þegar liðið átti frekar slæman leik.“

„Ég held að ég sé á lista í 30 eða 40 manna hópi en ég er ekki í 22 manna hópnum sem stendur.“
Athugasemdir
banner
banner
banner