Skotland - Ísland beint á Stöð 2 Sport klukkan 19:00 í kvöld
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Skotum kl. 19:00 á Hampden Park. Leikurinn er í undankeppni fyrir HM 2010 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 18:30.
Gunnleifur Gunnleifsson er i í markinu og Helgi Valur Daníelsson kemur inn á miðjuna í fjarveru Stefáns Gíslasonar og Brynjars Björns Gunnarsonar.
Arnór Smárason er í framlínunni og Eiður Smári Guðjohnsen fyrir aftan hann og á köntunum eru þeir Pálmi Rafn Pálmason og Indriði Sigurðsson.
Annað er nokkur veginn eftir bókinni en liðið má sjá hér að neðan.
Byrjunarliðið(4-5-1):

Gunnleifur Gunnleifsson, Grétar Rafn Steinsson, Hermann Hreiðarsson, Kristján Örn Sigurðsson, Bjarni Ólafur Eiríksson, Aron Einar Gunnarsson, Helgi Valur Daníelsson, Pálmi Rafn Pálmason, Indriði Sigurðsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Arnór Smárason.
Athugasemdir