Úrvalsdeildarfélög vilja lykilmenn frá Leipzig - Juve gæti reynt að kaupa Tonali - Tottenham hafnar tilboðum - Griezmann fær nýjan samning -...
   fös 03. apríl 2009 07:16
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Goal.com 
Óvíst hvort Rio Ferdinand verði með Man Utd um helgina
Fabio Capello landsliðsþjálfari Englendinga hefur sagt við fjölmiðla að Rio Ferdinand miðvörður Manchester United hafi yfirgefið æfingabúðir enska landsliðsins meiddur eftir að hafa haltrað af velli í leiknum gegn Úkraínu á miðvikudag.

Capelllo gat ekki útskýrt hvers eðlis meiðslin eru og setti það í hendur félagsins að tilkynna það. Hann sagði líklegt að varnarmaðurinn sé tognaður á nára sem hefur angrað hann áður. Í ljósi þessa er Ferdinand tæpur fyrir leikinn gegn Aston Villa á sunnudag.

,,Hann verkjaði svolítið og ég verð að tala við lækninn," sagði Capello við fjölmiðla en Ferdinand fer nú í skoðun hjá læknum Man Utd áður en ákveðið verður hvort hann verði með um helgina.

Áður var ljóst að Nemanja Vidic missir leiknum vegna leikbanns .
Athugasemdir