Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 03. apríl 2009 12:15
Magnús Már Einarsson
Heimild: Sky 
Dimitar Berbatov frá keppni í tvær vikur
Berbatov og Rooney verða ekki með á sunnudag.
Berbatov og Rooney verða ekki með á sunnudag.
Mynd: Getty Images
Dimitar Berbatov, framherji Manchester United, verður líklega frá í tvær vikur í viðbót vegna ökklameiðsla.

Þessi knái Búlgari meiddist í 2-0 tapi United gegn Fulham fyrir tæpum tveimur vikum og missti af landsleikjum gegn Írum og Kýpur vegna meiðslanna.

Berbatov mun núna missa af leik United og Aston Villa á sunnudag en ensku meistararnir verða einnig án Wayne Rooney, Nemanja Vidic og Paul Scholes í þeim leik þar sem þeir taka út leikbann.

Þá er líklegt að Berbatov missi af leiknum gegn Porto í Meistaradeildinni í næstu viku sem og leik gegn Sunderland eftir rúma viku.

,,Þetta er líklega tvær vikur í viðbót. Vonandi getur hann byrjað að æfa aftur með okkur í lok næstu viku og verið í lagi eftir það," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United.

Carlos Tevez mun byrja frammi á sunnudaginn jafnvel þó að hann komi ekki aftur frá Argentínu fyrr en síðdegis í dag.

,,Ég held að hann komi til baka frá Mars um klukkan 4," grínaðist Ferguson á fréttamannafundi í dag.

,,Dimitar er ekki með og Wayne er í leikbanni svo vonandi verður Carlos í lagi. Það gefur okkur einn framherja og síðan verðum við að velja annan."
Athugasemdir
banner
banner