Man Utd hefur mikinn áhuga á Kvaratskhelia - Man Utd fylgdist með þremur leikmönnum Sporting - Arsenal fylgist með Retegui
   fim 07. maí 2009 14:22
Hafliði Breiðfjörð
Saga Fram komin út
Auðun Helgason fyrirliði Fram með bókina góðu.
Auðun Helgason fyrirliði Fram með bókina góðu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnufélagið Fram fagnaði 101 árs afmæli sínu þann 1. maí síðastliðinn. Þar með lauk formlega aldarafmælisári félagsins, þar sem ýmislegt var gert til að minnast atburða liðinna áratuga.

Lokahnykkurinn var útgáfa veglegrar bókar: Frambókarinnar, eftir Stefán Pálsson sagnfræðing.

Frambókin:
Knattspyrnufélagið Fram í 100 ár, er 408 blaðsíður í stóru broti og ríkulega myndskreytt. Þar er saga félagsins rakin allt frá því að það var stofnað af nokkrum drengjum á fermingaraldri í miðbæ Reykjavíkur vorið 1908.

Saga félagsins er samofin vaxtarsögu Reykjavíkur. Eftir því sem bærinn óx lengra til austurs fluttu Framarar sig sífellt austar á bóginn.

Fram varð fyrsta Reykjavíkurliðið til að koma sér upp eigin knattspyrnuvelli árið 1946, í gamalli grjótnámu fyrir neðan Sjómannaskólann.

Síðar komu Framarar sér fyrir í Safamýri og nú stendur fyrir dyrum flutningur upp í Úlfarsárdal, í yngstu hverfi Reykjavíkur.

Bókin skiptist upp í ellefu kafla. Sex þeirra fjalla um knattspyrnuna innan félagsins, þrír um handknattleik og tveir um ýmsar aðrar greinar sem Framarar leggja stund á eða hafa iðkað í gegnum tíðina, svo sem skíði, körfuknattleik, blak og bardagaíþróttir.

Frambókin er prentuð hjá Odda og hana prýðir glæsileg kápa sem hönnuð er af Ragnari Helga Ólafssyni.
Athugasemdir
banner
banner
banner