Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
   lau 16. maí 2009 16:21
Magnús Valur Böðvarsson
1.deild umfjöllun: Haukar á toppinn
Úr leik Hauka og Fjarðarbyggð
Úr leik Hauka og Fjarðarbyggð
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Haukar 3 - 1 Fjarðabyggð
0-1 Jóhann Benediktsson
1-1 Andri Janusson
2-1 Hilmar Rafn Emilsson
3-1 Hilmar Rafn Emilsson

Haukar mættu Fjarðarbyggð í 1.deildinni á Ásvöllum í dag. Haukar höfðu unnið sinn Leikni í fyrstu umferð á meðan Fjarðarbyggð tapaði heima gegn Aftureldingu. Leikurinn byrjaði rólega og var afskaplega lítið um marktækifæri í fyrri hálfleik. Haukar fengu þó ágætis færi þegar Fjarðarbyggðar menn björguðu á marklínu frá Andra Janussyni eftir hornspyrnu Guðjóns Lýðssonar.

Það voru hinsvegar Fjarðarbyggðarmenn sem skoruðu fyrsta markið í leiknum en það gerði Jóhann Benediktsson eftir að hafa fengið góða sendingu inní miðjan teig eftir gott upphlaup Högna Helgasonar upp hægri kantinn. Fjarðarbyggð sem var með smá golu í bakið í fyrri hálfleik voru talstvert sterkari í fyrri hálfleik gegn heillum horfnu Haukaliði. Staðan í hálfleik var því 0-1 fyrir Fjarðarbyggð í annars leiðinlegum fyrri hálfleik.

Eitthvað hefur Andri Marteinsson þjálfari Hauka sagt við liðið í hálfleik því það var allt annað Haukalið sem mætti til leiks í síðari hálfleik en gerði í þeim fyrri og náðu þeir fljótlega að jafna metin. Hilmar Geir Eiðsson fékk góða sendingu innfyrir og var kominn einn gegn markverði Fjarðarbyggðar, hann var hinsvegar afskaplega óeigingjarn og renndi boltanum til hliðar á Andra Janusson sem skoraði í autt markið. Leikmenn Fjarðarbyggðar voru ósáttir við marki þar sem þeir töldu Hilmar hafa verið rangstæðan en líklega hafði Pétur Guðmundsson aðstoðardómari rétt fyrir sér.

Það leið varla mínúta þangað til Haukar höfðu bætt við marki en í þetta sinn var það Andri sem fékk boltann á hægri kantinum og brunaði inní teiginn og lagði boltann út á Hilmar Emilsson sem var einn á auðum sjó og skoraði auðveldlega framhjá Srjadan Rajkovic í markið Fjarðarbyggðar. Aftur voru leikmenn Fjarðarbyggðar brjálaðir útí dómara leiksins þar sem þeir töldu Andra hafa verið rangstæðan og höfðu líklega rétt fyrir sér en markið stóð.

Það var svo Hilmar Rafn Emilsson sem átti síðasta orðið en hann fékk boltann inní miðjum vítateig Fjarðarbyggðar og náðu að snúa með mann í bakinu, boltinn breytti örlítið um stefnu af varnarmanni Fjarðarbyggðar og því frahjá Srajdan í markinu. Úrslitin því 3-1 fyrir Hauka og þeir komnir á topp fyrstu deildar með Víkingum frá Ólafsvík.
Athugasemdir
banner