Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 23. maí 2009 12:37
Alexander Freyr Tamimi
Heimild: Goal.com 
Liverpool fær unglingaþjálfara frá Barcelona
Bojan Krkic er einn af lærisveinum Segura
Bojan Krkic er einn af lærisveinum Segura
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur ráðið til sín unglingaþjálfara sem hefur hjálpað að gera marga af bestu uppöldu leikmönnum Barcelona eins góða og þeir eru og vonast Spánverjinn til að geta hrist upp í unglingastarfinu í Bítlaborginni.

Pep Segura starfaði á Nývangi sem unglingaþjálfari og hjálpaði hann þeim að þróa hæfileika leikmanna á borð við Bojan Krkic, Sergio Busquets og Pedro.

Þessi 48 ára leikmaður spilaði í þrjú tímabil í Katelóníu þegar Andrés Iniesta braust inn í aðalliðið og hefur hann nú verið beðinn um að hjálpa við að endurskipuleggja unglingastarfið hjá Liverpool.

Benítez vill að félagið byggi upp sína eigin ungu hæfileikamenn til að þurfa ekki að kaupa alltaf leikmenn fyrir stórfé og sér hann Segura sem nauðsynlegan hluta af þeim áformum sínum.

„Það er mikil vinna framundan í Akademíunni,” sagði Benítez.

„Pep hefur unnið með mörgum ungum hæfileikamönnum á Spáni og hann veit hvað þeir þurfa að gera til að komast í aðalliðið.”
Athugasemdir
banner
banner
banner