Newcastle vill Kean - Arsenal og Liverpool hafa áhuga á Eze - Modric gæti farið til Katar
   mán 25. maí 2009 16:47
Magnús Már Einarsson
Heimild: Sky 
Voronin verður ekki áfram í herbúðum Herthu Berlin
Úkraínski framherjinn Andriy Voronin hefur staðfest að hann muni ekki leika áfram með Herthu Berlin á næstu leiktíð.

Voronin hefur verið í láni hjá Herthu frá Liverpool en hann skoraði ellefu sinnum á tímabilinu sem lauk um helgina.

Voronin hjálpaði Herthu að ná fjórða sæti í þýsku Bundelsigunni en hann mun fara aftur til Liverpool í sumar.

,,(Leikurinn gegn Karlsruhe) var síðasti leikur minn sem leikmaður Hertha Berlin," sagði Voronin.

,,Ég vil óska félaginu og stuðningsmönnum alls hins besta í framtíðinni."
Athugasemdir
banner