Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 09. júní 2009 09:19
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Powerade slúðrið: David Villa til Chelsea eða Real Madrid?
David Villa er erftirsóttur.
David Villa er erftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Distin er orðaður við Aston Villa og Portsmouth.
Distin er orðaður við Aston Villa og Portsmouth.
Mynd: Getty Images
Þ'a er komið að helsta slúðrinu úr ensku blöðunum á þessum fína þriðjudegi. Kíkjum á pakkann.



David Villa, framherji Valencia, ákveður í vikunni hvort hann fari til Real Madrid eða Chelsea. (The Sun)

Randy Lerner, eigandi Aston Villa, ætlar að styðja Martin O'Neill í baráttunni um Michael Owen framherja Newcastle en Everton og Roma hafa einnig sýnt leikmanninum áhuga. (Daily Mirror)

Villa mun einnig keppa við Liverpool um að fá Sylvain Distin varnarmann Portsmouth. (Daily Mail)

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, er að reyna að fá Ezequiel Lavezzi frá Napoli. (Daily Mail)

AC Milan er búið að selja Kaka en félagið mun hafa betur en Arsenal og Manchester City í baráttunni um Edin Dzeko framherja Wolfsburg. (Daily Mirror)

Blackburn gæti keypt austurríska framherjann Marc Janko ef félagið selur Roque Santa Cruz sem er á óskalista Manchester City. (Daily Mail)

Blackburn er einnig tilbúið að selja varnarmanninn Zurab Khizianshvili til Galatasaray. (Daily Mirror)

Yftirtakan hjá West Ham þýðir að Gianfranco Zola ætlar að reyna að fá Luis Jimenez miðjumann Inter á fimmtán miljlónir punda. (Daily Mirror)

West Ham vill einnig fá Rod Fanni hægri bakvörð Rennes og Matthew Bates varnarmann Middlesbrough. (Daily Mirror)

Dimitar Berbatov og Nemanja Vidic eru ekki á förum frá Manchester United ef marka má orð umboðsmanna þeirra. (Daily Star)

Tottenham gæti selt Roman Pavlyuchenko til Roma á níu milljónir punda en það er 4,8 milljónum punda minna en hann var keyptur til félagsins í fyrra. (Daily Mirror)

Birmingham mun berjast við Bolton um varnarmanninn Danny Shittu og þá hefur félagið áhuga á David Edgar, varnarmanni Newcastle.

Wolves er að kaupa miðvörðinn Ronald Zubar frá Marseille á 2,5 milljónir punda. (Daily Mirror)

John Barnes og Jason McAteer, fyrrum leikmenn Liverpool, eru orðaðir við stjórastöðuna hjá Tranmere en þeir gætu tekið saman við liðinu. (The Sun)

Cristiano Ronaldo mun fara í rannsóknir til að athuga hvort að hann þurfi að fara í aðgerð vegna kviðslits. Ronaldo hefur dregið sig út úr portúgalska landsliðshópnum sem mætir Eistlandi. (Times)
Athugasemdir
banner