Heimild: Heimasíða Manchester United
Michael Owen hefur skrifað undir tveggja ára samning við Manchester United en hann kemur frítt frá Newcastle en þar var hann samningslaus.
Owen er uppalinn hjá Liverpool en á síðustu leiktíð skoraði hann tíu mörk fyrir Newcastle. Það dugði þó ekki til að hjálpa liðinu að forðast fall úr ensku úrvalsdeildinni.
,,Michael er heimsklassa framherji sem hefur sannað það að hann getur skorað á hæsta stigi í fótboltanum og það hefur aldrei vafist fyrir neinum. Að koma til Manchester United með þær væntingar sem eru hér er eitthvað sem Owen mun átta sig á," sagði Sir Alex Ferguson stjóri Manchester United.
,,Ég var byrjaður að tala við önnur félög þegar Sir Alex hringdi í mig á miðvikudag og bað mig um að borða mér sér daginn eftir og sagði mér þá að hann vildi fá mig, ég samþykkti það án þess að hugsa," sagði Owen.
,,Þetta er frábært tækifæri fyrir mig og ég mun taka þetta með trompi."
,,Ég er spenntur fyrir því að byrja hjá Manchester United og ég er heppinn að þekkja nú þegar marga leikmenn hérna. Ég missti af undirbúningstímabilinu síðast og er því sáttur með að byrja á Carrington frá fyrsta degi."
,,Ég vil þakka Sir Alex fyrir að sýna að hann hefur trú á mér og ég mun þakka honum með mörkum og góðri frammistöðu," sagði Owen að lokum.
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var í leit að liðsstyrk framarlega á vellinum eftir brottför Cristiano Ronaldo og Carlos Tevez en auk þess er líklegt að Fraizer Campbell sé á förum.
Karim Benzema, framherji Lyon, er sagður hafa verið á óskalista United en hann er núna á leið til Real Madrid og því var Owen næstur á óskalistanum.
Athugasemdir