Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 13. júlí 2009 14:10
Gunnar Gunnarsson
Heimild: Soccernet 
Sir Alex Ferguson ætlar ekki að kaupa fleiri leikmenn
Sir Alex ætlar ekki að eyða meiri peningum í leikmannakaup.
Sir Alex ætlar ekki að eyða meiri peningum í leikmannakaup.
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson hefur afhent Michael Owen treyju Cristiano Ronaldo númer 7 hjá Manchester United og lýst því yfir að ekki verði fleiri leikmenn keyptir til félagsins í sumar.

Eftir að Manchester United hafði fengið um 80 milljónir punda fyrir söluna á hinum portúgalska Ronaldo til Real Madrid þá voru margir á þeirri skoðun að félagið myndi bæta við sig mannskap en ekki láta staðar numið eftir að hafa samið við Michael Owen, Antonio Valencia og Gabriel Obertan.

Leikmannamarkaðurinn er ákaflega erfiður viðureignar um þessar mundir að mati Ferguson aðallega vegna allra auðæfanna sem koma frá Real Madrid og Manchester City.

Sá gamli telur að leikmannahópurinn sem hann er með í höndunum sé einfaldlega nógu sterkur til að vinna fjórða Englandsmeistaratitilinn á jafnmörgum árum þrátt fyrir brotthvarf Ronaldo og Carlos Tevez.

,,Við munum ekki kaupa fleiri leikmenn. Þannig að þið getið gleymt öllum þeim leikmönnum sem eru orðaðir við félagið," sagði Alex Ferguson.

Þetta þýðir að Owen mun taka við treyju Ronaldo og fá hlutverk í framlínunni ásamt Wayne Rooney og Dimitar Berbatov en auk þeirra munu Danny Welbeck og Federico Macheda báðir fá tækifæri til að sanna verðgildi sitt í sóknarleiknum.

,,Þeir eru báðir ungir og efnilegir leikmenn en hæfileikaríkir leikmenn hafa alltaf fengið tækifæri í gegnum tíðina á Old Trafford þrátt fyrir ungan aldur," sagði Alex Ferguson að lokum.'
Athugasemdir
banner