Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   þri 14. júlí 2009 23:27
Arnar Daði Arnarsson
Andri Marteins.: Vorum ekki nægilega beittir
Nauðsynlegt að fá kannski 1 - 2 leikmenn til þess að stykja hópinn
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Andri Marteinsson þjálfari Hauka var rólegur með kaffisopann þegar fréttaritari Fótbolti.net náði tali að honum eftir leik Hauka og Þórs í 1.deildinni í kvöld, en Þórsarar fóru með sigur af hólmi 1-2. Andri talaði um árangsríkan en leiðinlegan fótbolta sem norðanmennirnir beittu, hann talaði einnig um meiðsli og hugsunarhátt sinna manna sem og félagskiptagluggan sem opnar á morgun en hann telur að hann þurfti 1-2 leikmenn til að styrkja liðs sitt í baráttunni um sæti í Pepsi-deildinni

Fengum ekki nægilega mörg færi í leiknum:
,,Leikurinn byrjaði þannig að Þórsararnir vildu augljóslega miklu meira í þessi stig sem í boði voru heldur en okkur og fyrstu 20 mínúturnar fannst mér þeir vera að vinna allar stöðubaráttur á vellinum," sagði Andri við Fótbolta.net eftir leikinn.

,,Síðan kemur kafli í lok fyrri hálfleiks þar sem við erum að stjórna leiknum og við erum að reyna spila boltanum en við kannski sköpuðum okkur ekkert sérlega mikið. Það var jú erfiður vindur en við hefðum mátt skjóta meira á markið og skapa okkur meira en við vorum þó allavegana byrjaðir að vinna stöðubaráttuna sem við vorum að tapa í byrjun leiks. En þetta fyrsta mark sem við fengum á okkur var mjög slysalegt í rauninni," sagði Andri um fyrri hálfleikinn en hann sagði að í síðari hálfleik hafi Þórsararnir spilað eftir einfaldri taktík og bitalausar aðgerðir sinna manna,

,,Síðan í seinni hálfleik fannst mér Þórsararnir vera mjög klókir. Þeir voru að spila mjög einfalda 'taktík' sem mér finnst knattspyrnulega ekkert sérlega skemmtileg en hún gefur stundum af sér eins og hún gerði í dag. Það er að liggja til baka og dúndra á fljóta menn frammi sem áttu svo að klára þetta en þeir áttu reyndar nokkur upphlaup í seinni hálfleik þegar við erum að pressa á þá og úr einu slíku skoruðu þeir glæsilegt mark, það er ekkert hægt að neita því," hélt hann áfram.

,,En við vorum að gera okkur þetta kannski örlítið of erfitt fyrir og vorum ekki nógu beittir. En við fengum þó alveg færi til að breyta gangi leiksins og miðað við kannski gang leiksins þá fannst mér við ekki vera að fá nægilega mörg færi."

Meiðslavandræði í herbúðum Hauka:
Það verður hver og einn bara að eiga fyrir sig, ef maður á að leita einhverjar skýringa þá erum við búnir að vera gera breytingar á liðinu í hverjum einasta leik vegna meiðsla og núna í dag missum við út frá því í síðasta leik bæði fyrirliðann (Þórhall Dan Jóhannsson) og varafyrirliðann (Hilmar Trausta Arnarsson) og það er í rauninni of mikill biti að kyngja þegar þú missir út tvo leiðtoga á vellinum úr liði og úr hóp og það mátti kannski sjá á leik liðsins í dag það vantaði aðeins að rífa menn upp og vera beittari í því sem við vorum að gera," sagði hann.

Auk Þórhalls og Hilmars Trausta hefur Andri Janusson missti úr síðustu leikjum sem og Gunnar Ásgeirsson og Jónmundur Grétarsson. Þá hefur Ísak Örn Einarsson ungur leikmaður Hauka sem var búinn að vinna sér sæti í meistaraflokksliðinu í vetur ekkert getað spilað í sumar vegna meiðsla. Einnig hefur Hilmar Rafn Emilsson aðeins náð að leika sex leiki með liðinu í sumar vegna meiðsla. Félagskiptaglugginn opnar á morgun og mun Andri eitthvað reyna styrkja lið sitt fyrir seinni umferðina ?

,,Það er nokkuð ljóst að útaf meiðslaástæðu þurfum við verulega að hugsa til þess þó það sé ekkert í kortunum hvað við ætlum að gera en við þurfum bara að bíða og sjá. Ég myndi segja það að það sé nauðsynlegt að fá kannski 1 - 2 leikmenn til þess að stykja hópinn og það hefur sýnt sig að þeir sem eru í hóp hjá okkur hafa mjög fljótlega fengið sénsinn vegna þess að menn hafa verið að skiptast á að meiðast hjá okkur."

Erum betri í "stærri" leikjunum:
,,Það er klárlega stefna hjá okkur að reyna halda okkur enn í topp baráttunni eða það var það allavegana fyrir þennan leik því það stóð ekkert annað til en að taka öll þessi þrjú stig sem í boði voru enda á heimavelli en nú verðum við bara aðeins að setjast niður eins og ég hef sagt áður og við skoðum okkar gang núna og endurskoðum þetta markmið sem við vorum búnir að sitja okkur og athugum hvort við þurfum að vera háleiddari í þeim efnum."

,,Leikmennirnir þurfa líka að gera það svolítið upp við sig til hvers þeir treysta sér. Vegna þess að menn verða að sjálfsögðu að fara í alla leiki eins og þeir séu úrslitaleikir en ekki bara velja einhverja leiki sem þeim finnst spennandi, þannig þetta er svolítið í höndunum á hópnum sjálfum,"
sagði Andri og fréttaritari Fótbolti.net þurfti ekkert að bíða lengi eftir svari er hann spurði hann hvort að Andri héldi það virkilega að leikmenn Hauka kæmu öðruvísi mótiveraðir í leik gegn liðunum í neðri hluta deildarinnar,

,,Maður fer bara yfir tímabilið hjá okkur. Við vorum ekkert að byrja neitt svakalega vel þó við höfum verið að landa stigum móti lakari liðum. En það hafa þó komið leikir gegn liðum sem eru lakari en við sem hafa verið góðir. Í heildina litið erum við þó alltaf sterkastir í þeim leikjum sem eru gegn þeim liðum sem hafa einhverjar hefðir, stórt nafn eða voru spáð fyrir ofan okkur og svo framvegis svo ég held að þetta er eitthvað sem leikmennirnir verði að breyta ef við ætlum að ná einhverjum árangri."

,,Það er eins og leikmennirnir nái hreinilega ekki að kveikja nægilega í sér þegar þeim finnst leikurinn ekki nægilega spennandi en þessir strákar sem eru í þessu liði hafa bara ekkert efni á því að velja sér leiki, þetta eru allt saman leikir á upp á líf og dauða,"
sagði Andri Marteinsson að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner