Arsenal reiðubúið að spreða í framherja - Real Madrid ætlar að leggja fram annað tilboð í Trent - Cambiaso til Man City?
   mán 20. júlí 2009 07:24
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Lið umferða 1-11 í fyrstu deild karla
Sævar Þór er leikmaður umferða 1-11.
Sævar Þór er leikmaður umferða 1-11.
Mynd: Guðmundur Karl
Garðar Gunnar Ásgeirsson er sérfræðingur útvarpsþáttarins Fótbolta.net í 1.deild karla og á laugadaginn fór hann yfir fyrri hluta mótsins.

Garðar Gunnar valdi Sævar Þór Gíslason framherja Selfyssinga besta leikmanninn hingað til og Heimir Þorsteinsson og Páll Guðlaugsson hjá Fjarðabyggð voru bestu þjálfararnir.

Þá valdi Garðar úrvalslið fyrri umferðar en því var stillt upp í leikkerfið 4-3-3.

Markvörður: Srdjan Rajkovic (Fjarðabyggð)

Varnarmenn: Haukur Heiðar Hauksson (KA), Halldór Kristinn Halldórsson (Leiknir R.), Andri Hjörvar Albertsson (Fjarðabyggð), Jón Steindór Sveinsson (Selfoss)

Miðjumenn: Haukur Ingvar Sigurbergsson (Fjarðabyggð), Einar Ottó Antonsson (Selfoss), Árni Freyr Guðnason (ÍR)

Framherjar: Sævar Þór Gíslason (Selfoss), Jakob Spangsberg (Víkingur R.), Hilmar Geir Eiðsson (Haukar).
Athugasemdir
banner
banner
banner