Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   fim 30. júlí 2009 22:33
Magnús Már Einarsson
Lilleström að reyna að fá Stefán Loga frá KR
Stefán Logi í leik gegn Larissa á dögunum.
Stefán Logi í leik gegn Larissa á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Gísli Baldur
Norska félagið Lilleström er á höttunum á eftir Stefáni Loga Magnússyni markverði KR.

Kristinn Kjærnested formaður KR-inga staðfesti við Fótbolta.net í kvöld að þreifingar séu í gangi á milli félaganna.

Lilleström er í leit að markverði en Gunnleifur Gunnleifsson landsliðsmarkvörður var meðal annars á reynslu hjá félaginu í síðustu viku.

Síðastliðinn vetur reyndi norska félagið að krækja í Stefán Loga en án árangurs.

Stefán Logi kom til KR fyrir sumarið 2007 en hann var fljótur að vinna sér sæti í byrjunarliðinu hjá Vesturbæjarliðinu. Hann hefur haldið því sæti síðan þá og staðið sig með prýði.
Athugasemdir
banner
banner
banner