Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
   fös 31. júlí 2009 17:48
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Obafemi Martins til Wolfsburg (Staðfest)
Þýsku meistararnir í Wolfsburg hafa gengið frá samningum við framherjann Obafemi Martins sem gerir fjögurra ára samning við félagið.

Nígeríumaðurinn er 24 ára gamall. Í morgun hafði verið haft eftir honum að hann hefði áhuga á að fara til þýska liðsins.

,,Bundeslian verður bráðum besta deild heims," sagði hann. ,,Ég vona að af félagaskiptunum verði."

Martins kemur til félagsins frá Newcastle en Glenn Roeder hafði keypt hann þangað árið 2006. Hann skoraði 35 mörk fyrir þá röndóttu.

Hann mun bætast í framlínu Wolfsburg þar sem fyrir eru Grafite og Edin Dzeko sem saman skoruðu 54 mörk á síðustu leiktíð er Wolfsburg vann sinn fyrsta titil.
Athugasemdir
banner
banner