Stefán Logi Magnússon, markvörður KR, er á leið til Lilleström á láni og búist hafði verið við að hann myndi fara til Noregs eftir síðari leikinn gegn Basel næstkomandi fimmtudag.
KR-ingar munu fá Andre Hansen frá Lilleström í staðinn en hann getur ekki verið með KR gegn FH næstkomandi sunnudagskvöld vegna verkefna með norska U21 árs landsliðinu.
Því er möguleiki á að Stefán Logi verði með KR gegn FH-ingum um næstu helgi.
,,Hann þarf að fara að spila með norska U21 árs landsliðinu og liðið fer á laugardeginum," sagði Logi Ólafusson þjálfari KR í viðtali við KR-sjónvarpið eftir sigur liðsins gegn Val í fyrradag.
,,Það er möguleiki á að Stefán Logi leiki með okkur gegn FH þar sem að norska deildin er ekki í gangi þá."
Athugasemdir