Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   fim 06. ágúst 2009 17:12
Brynjar Ingi Erluson
Manchester United hefur áhuga á Ingólfi Sigurðssyni
Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Manchester United á Englandi hefur mikinn áhuga á Ingólfi Sigurðssyni, leikmanni KR.

Ingólfur, sem er 16 ára gamall kantmaður hefur verið að leika með yngri flokkum KR undanfarið ásamt því að verma tréverkið hjá meistaraflokk liðsins og er hann talinn meðal efnilegustu leikmönnum landsins.

Hann lék með íslenska U-17 ára liðinu á Norðurlandamótinu í síðustu viku í Noregi þar sem mörg félög fylgdust með leikmönnum íslenska liðsins og hefur Manchester United sett sig í samband við Ingólf staðfesti Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Ingólfs í samtali við Fótbolti.net.

Talið er að Sir Alex Ferguson, stjóri United hafi áhuga á að fá Ingólf til sín, en félagið hefur mikínn áhuga á leikmanninum og ætti framhaldið að skýrast á næstu vikum.

Ingólfur hefur leikið 7 landsleiki fyrir U-17 ára lið Íslands á einu ári, en ásamt því var hann í U-18 ára hópnum sem fór til Svíþjóðar í júlí mánuði.
Athugasemdir
banner
banner