Rashford vill fara til Barcelona - Man Utd gæti reynt að skipta á Rashford og Osimhen - Ferguson og Williams orðaðir við Arsenal
banner
   sun 16. ágúst 2009 22:04
Þórður Már Sigfússon
Heimild: Spjallborð Kanari-Fansen 
Stuðningsmenn Lilleström hylla Stefán Loga
Stefán Logi Magnússon
Stefán Logi Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Gísli Baldur
Eins og hefur komið fram átti Stefán Logi Magnússon stórleik í markinu hjá Lilleström þegar liðið bar 1-0 sigurorð af Valerenga í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Áhangendur liðsins eiga vart orð til þess að lýsa frammistöðu Stefáns ef marka má innlegg á spjallborði stuðningsmannasíðu Lilleström, Kanari-Fansen, en hann mun leika sem lánsmaður með liðinu frá KR út keppnistímabilið.

Hér að neðan má lesa nokkur ummæli sem stuðningsmenn Lilleström létu falla um Stefán (sem Norðmenn kalla reyndar Loga) eftir leikinn í kvöld:

,,Framúrskarandi vörslur hjá Loga. Auk þess er gott að við erum komnir með markmann sem kemur boltanum beint í leik með hnitmiðuðum útköstum.” - Dole

,,Það var gaman að Logi fékk tækifæri að reyna sig og hann olli mér ekki vonbrigðum. - Spntneous

,,Það ætti að leyfa Loga og (Frode) Kippe að fagna með því að fá sér Pizzu og Kebab í kvöld.” -Hans Frank

,,Hver fjandinn, þetta var stórkostlegt. Takk Logi. - Hexaphim

,,Restin af þessari viku fer í að hylla Loga. Bestu kaupin í sögu Lilleström.” - Folke

,,Í einu orði sagt stórkostlegt. Logi er ekki besti markmaður Íslands, hann er besti markmaður heims. Gullsins virði. - Kristian

,,Í fyrsta skipti í ár hef ég fulla trú á markmanninum. Hann geislar af öryggi. Hann er án nokkurs vafa aðalmaðurinn.” - skedsmokanari

,,Stórkostlegur leikur hjá Loga. - Franken

,,Logi er hetjan mín…..Hver er Otto (Hinn markmaður Lilleström). -Folke

,,Markmannstilþrif í heimsklassa og fjórar hágæðavörslur. - Grusom B

,,Takk fyrir að koma til Lilleström. Þú varst klárlega besti maður vallarins í kvöld." - KrisB

,,Borgum það sem hann kostar og látum hann skrifa undir lengri samning áður en stærri lið stela honum burt frá okkur." - Folke
Athugasemdir
banner
banner
banner