Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 16. september 2009 13:20
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Peter Kenyon hættir sem framkvæmdastjóri Chelsea
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur greint frá því að Peter Kenyon framkvæmdastjóri félagsins mun láta af störfum í lok október.

Kenyon, sem er 55 ára, kom til Chelsea árið 2003 eftir að hafa áður starfað fyrir Manchester United.

,,Ég er mjög stoltur af tíma mínum hjá Chelsea. Ég hef verið í fótboltanum í 15 ár og ég get sagt með ánægju að reynslan hjá Chelsea er ein sú besta," sagði Kenyon.

,,Ég vil óska Chelsea góðs gengis það sem eftir lifir tímabils. Ég er viss um að Carlo (Ancelotti) getur leitt liðið til frekari afreka."

,,Ég ætla sjálfur að taka mér smá frí áður en ég ákveð hvað ég geri næst en ég er viss um að ég get tekið eitt stórt verkefni að mér í viðbót,"
sagði Kenyon.
Athugasemdir
banner
banner
banner