Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fös 25. september 2009 15:49
Fótbolti.net
Íslenskur slúðurpakki: Allt á fullu í þjálfara og leikmannamálum
Gunnleifur Gunnleifsson er orðaður við FH, Val og KR.
Gunnleifur Gunnleifsson er orðaður við FH, Val og KR.
Mynd: Fótbolti.net - Vilhjálmur Siggeirsson
Fer Kristján frá Keflavík til Selfoss?
Fer Kristján frá Keflavík til Selfoss?
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Kristján Ómar fer aftur til Hauka.
Kristján Ómar fer aftur til Hauka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Þórhallsson er orðaður við sitt gamla félag, Þór á Akureyri.
Jóhann Þórhallsson er orðaður við sitt gamla félag, Þór á Akureyri.
Mynd: Fótbolti.net - Egill Tómasson
Tómas Ingi er talinn fara út í þjálfun.
Tómas Ingi er talinn fara út í þjálfun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eysteinn Húni gæti orðið þjálfari hjá Hetti.
Eysteinn Húni gæti orðið þjálfari hjá Hetti.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Þó svo Íslandsmótinu sé ekki alveg lokið eru félögin hér á landi komin á fullt í að styrkja leikmannahópa sína fyrir næstu leiktíð og þau sem ætla að skipta um þjálfara komin langt í þeim efnum.

Margar sögur ganga manna á millum þessa dagana og við höfum nú tekið þær helstu saman og hér að neðan er slúðurpakki úr þremur efstu deildum karla. Þar kemur fram helsti orðrómurinn sem gengur í bænum en við ítrekum að þetta er bara orðrómur, ekkert er staðfest fyrr en frétt með fyrirsögn sem hefur orðið (Staðfest) innan sviga birtist hér á Fótbolta.net.

Félög mega ræða strax við leikmenn með samþykki núverandi félags þeirra en leikmenn sem renna út á samningi á árinu eða um áramót má byrja að ræða við beint 16. október og þá þarf ekki að ræða við núverandi félag leikmannsins.

Slúðurpakkinn er einungis til að hafa gaman af og ef menn hafa ábendingar varðandi pakkann eða um slúður hafið þá samband á [email protected].


FH: Bjarni Ólafur Eiríksson hjá Val, Hólmar Örn Rúnarsson hjá Keflavík og Gunnleifur Gunnleifsson markvörður HK eru allir orðaðir við FH sem og hinn efnilegi Guðmundur Þórarinsson leikmaður Selfyssinga. Annar efnilegur leikmaður, Emil Pálsson, gæti einnig komið frá BÍ/Bolungarvík og þá þykir það orðið ljóst að Gunnar Már Guðmundsson sé að koma til félagsins frá Fjölni.

KR: Norski markvörðurinn Andre Hansen verður líklega áfram hjá KR en Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður HK, er einnig orðaður við félagið. Magnús Bernhard Gíslason, framherji KV, hefur æft með KR-ingum að undanförnu en hann skoraði grimmt í 3.deildinni í sumar.

Fylkir: Rafn Andri Haraldsson leikmaður Þróttar er orðaður við Fylkismenn sem og Heimir Einarsson fyrirliði ÍA. Björn Orri Hermannsson úr Fram og þeir Runólfur Sveinn Sigmundsson og Oddur Ingi Guðmundsson úr Þrótti gætu einnig gengið aftur til liðs við uppeldisfélag sitt í Árbænum. Kjartan Andri Baldvinsson er hins vegar ósáttur við það hversu fá tækifæri hann fær og því gæti hann verið a förum.

Keflavík: Líklegt er að Kristján Guðmundsson hætti með Keflavík taki við Selfoss. Willum Þór Þórsson er sterklega orðaður við félagið. Milan Stefán Jankovic og Gunnar Oddsson hafa einnig verið orðaðir við þjálfarastöðuna.

Stjarnan: Marel Baldvinsson, framherji Vals, gæti verið á leið til Stjörnunnar en hann hefur þjálfað sameiginlegan 2.flokk félagsins og Álftanes. Atli Jóhannsson leikmaður KR er einnig á óskalista Stjörnunnar en hann er að verða samningslaus.

Valur: Framherjinn reyndi Helgi Sigurðsson er á förum frá Val og gæti endað í 1.deild. Gunnlaugur Jónsson vill halda gömlum Skagamönnum hjá sér á Hlíðarenda en hann vill að Baldur Ingimar Aðalsteinsson, Hafþór Ægir Vilhjálmsson og Reynir Leósson verði um kyrrt á Hlíðarenda. Baldur Bett er einnig samningslaus en hann verður væntanlega áfram enda faðir hans orðinn aðstoðarþjálfari. Gunnlaugur ku vera spenntur fyrir því að fá unga og efnilega leikmenn til Vals og HK-ingarnir Hafsteinn Briem og Rúnar Már Sigurjónsson hafa verið nefndir í því samhengi sem og Finnur Ólafsson. Árni Freyr Guðnason leikmaður ÍR er orðaður við Val og þá hefur félagið sett sig í sambandi við BÍ/Bolungarvík með það fyrir augum að fá hina ungu Andra Rúnar Bjarnason og Emil Pálsson. Valur er einnig orðað við landsliðsmarkvörðinn Gunnleif Gunnleifsson.

Grindavík: Orðrómur er í Grindavík að Luka Kostic gæti hætt sem þjálfari liðsins. Grindvíkingar höfðu áhuga á Gunnari Má Guðmundssyni en nú er ljóst að hann fer í FH. Félagið hefur sett sig í samband við Ólaf Berry hjá Reyni og þá er óvíst með framtíð Gilles Mbang Ondo en hann gæti leitað á önnur mið.

ÍBV: Óvíst er hvort að Úgandamennirnir Augustine Nsumba, Andrew Mwesigwa og Tonny Mawejje verði áfram. Ásgeir Aron Ásgeirsson leikmaður Fjölnis er orðaður við Eyjamenn en faðir hans, Ásgeir Sigurvinsson, lék á sínum tíma með ÍBV.

Selfoss: Kristján Guðmundsson er sterklega orðaður við þjálfarastöðuna á Selfossi þó að önnur nöfn hafi einnig verið nefnd til sögunnar þar á meðal Arnar Grétarsson, Guðlaugur Baldursson og Tómas Ingi Tómasson. Ingi Rafn Ingibergsson mun ganga til liðs við Selfyssinga að nýju eftir fjögur ár hjá ÍBV.

Haukar: Kristján Ómar Björnsson er á leið aftur til Hauka eftir tveggja ára dvöl hjá Þrótti. Tómas Leifsson kantmaður Fjölnis er orðaður við Hauka og þá mun varnarmaðurinn Pétur Ásbjörn Sæmundsson vera um kyrrt hjá félaginu en hann kom frá FH í vor. Einhver úrvalsdeildarlið hafa sýnt Guðjóni Pétri Lýðssyni áhuga en hann mun þó að öllum líkindum vera um kyrrt hjá Haukum.

Fjölnir: Ásmundur Arnarsson verður áfram þjálfari Fjölnis og fer í fullt starf hjá félaginu. Tómas Leifsson er samningslaus og er a förum og þá er óvíst með Jónas Grana Garðarsson sem er orðaður við ÍA og Völsung.

Þróttur R.: Óvíst er hvort að Þorsteinn Halldórsson verði áfram þjálfari og Páll Einarsson, aðstoðarþjálfari Fylkis, er sterklega orðaður við þjálfarastöðuna. Gunnar Guðmundsson fyrrum þjálfari HK gæti einnig tekið við Þrótti. Kristján Ómar Björnsson er á leið í Hauka, Dennis Danry gæti farið, Þórður Steinar Hreiðarsson er líklega á förum og þá eru fleiri leikmenn að hugsa sér til hreyfings.

HK: Rúnar Páll Sigmundsson hætti sem þjálfari á dögunum og Guðlaugur Baldursson, þjálfari ÍR, er efstur á óskalista til að taka við af honum. Tómas Ingi Tómasson hefur einnig verið orðaður við HK sem og Ejub Purisevic. Varnarmaðurinn Árni Thor Guðmundsson gæti gengið aftur til liðs við HK eftir dvöl á Skaganum.

Fjarðabyggð: Forráðamenn Fjarðabyggðar hafa áhuga á að fá Sveinbjörn Jónasson og Scott Ramsay frá Grindavík. Félagið hefur einnig mikinn áhuga á að fá Rafn Heiðdal varnarmann Hattar auk þess sem að Paul Clapson, framherji Aftureldingar, er einnig í sigtinu.

KA: Erlendu leikmennirnir verða væntanlega áfram hjá KA en Arnar Már Guðjónsson og Ingi Freyr Hilmarsson eru a förum og munu ganga í raðir ÍA og KS/Leifturs

Þór: Óvíst er hvort að framherjiinn Einar Sigþórsson verði á fullu með Þór næsta sumar vegna meiðsla en hann er að auki farinn erlendis í nám. Ólíklegt er að Þórsarar hafi sig mikið í frammi á leikmannamarkaðinum, aðaláherslan er á að halda ungu strákunum áfram hjá félaginu. Heyrst hefur að Jóhann Þórhallsson, framherji Fylkis, hafi hug á að snúa á heimaslóðir en ólíklegt verður að teljast að Þórsarar hafi efni á honum.

Leiknir R.: Pétur Svansson gæti gengið aftur til liðs við Leikni eftir að hafa leikið með Víkingi undanfarin ár. Halldór Kristinn Halldórsson er undir smásjá úrvalsdeildarliða og þá vonast Leiknismenn til þess að Gunnar Einarsson verði áfram spilandi aðstoðarþjálfari.

ÍR: Guðlaugur Baldursson er væntanlega á förum og óvíst er hvað Árni Freyr Guðnason gerir. Þá er líklegt að Erlingur Jack Guðmundsson leggi skóna á hilluna.

ÍA: Arnar Már Guðjónsson, fyrirliði KA, er á leið til ÍA að nýju. Elinbergur Sveinsson, varnarmaður Víkings Ó, gæti farið á Skagann og þá er Jónas Grani Garðarsson einnig orðaður við félagið en Árni Thor Guðmundsson gæti hins vegar verið á förum.

Víkingur R.: Leifur Garðarsson gæti hætt með Víking en hann hefur einnig verið orðaður vi HK. Jökull Elísabetarson gæti farið frá Víkingi í félag í efstu deild og þá eru Grétar Ali Khan, Pétur Svansson og markvörðurinn Kjartan Ólafsson væntanlega á förum. Víkingur vill halda Kristni Magnússyni í sínum röðum en hann kom frá KR um mitt sumar.

Grótta: Guðmundur Marteinn Hannesson er farinn erlendis í nám og verður ekki með Gróttu næsta sumar. Kristinn Magnússon og Grétar Ali Khan gætu komið frá Víkingi.

Njarðvík: Óvíst er hvort að Helga Bogason þjálfi Njarðvík áfram en hann tók við liðinu á miðju sumri og kom því upp um deild. Reynsluboltinn Gestur Gylfason lætur hins vegar ekki deigan síga en hann mun væntanlega leika í 1.deildinni á næsta ári, 41 árs að aldri.

Afturelding: Mosfellingar leita nú að nýjum þjálfara og Tómas Ingi Tómasson hefur verið orðaður við starfið sem og John Andrews sem hefur leikið með liðinu undanfarin tvö ár og þjálfað Hvíta Riddarann. Búast má við að leikmannahópurinn breytist þónokkuð hjá Aftureldingu og líklega munu fleiri yngri leikmenn fá tækifæri á næstu leiktíð.

Víkingur Ólafsvík: Ejub Purisevic gæti tekið aftur við þjálfun Víkings. Unglingalandsliðsmaðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson er eftirsóttur og óvíst er hvort að hann verði áfram hjá Ólafsvíkingum. Þá er Einar Guðnason, spilandi þjálfari Berserkja, orðaður við Ólsara en hann gæti leikið með liðinu og þjálfað 2.flokk félagsins.

Reynir S.: Sinisa Valdimar Kekic verður væntanlega áfram í herbúðum Reynis og Ólafur Berry gæti farið til Grindavíkur.

Hvöt: Hvöt vonast til að halda framherjanum sterka Muamer Sadikovic en hann hefur einnig tilboð frá neðri deildarliði í Svíþjóð.

BÍ/Bolungarvík: Dragan Kazic gæti hætt sem þjálfari BÍ/Bolungarvíkur og líklegt er að félagið leiti að spilandi þjálfara til að fylla hans skarð. Milan Ceran og Milos Vukcevic eru á förum.

ÍH/HV: Mikael Nikulásson þjálfari liðið væntanlega áfram en spurning er hvort að Guðmundur Magnússon verði honum við hlið eins og í sumar. Félagið heldur væntanlega áfram samstarfi sínu við Hauka og gæti fengið fleiri leikmenn þaðan. Þá er líklegt að flestir leikmenn ÍH/HV verði áfram hjá félaginu ólíkt því sem hefur verið oft áður.

Höttur: Hattarmenn eru án þjálfara eftir að Njáll Eiðsson hætti og margir eru orðaðir við starfið. Nokkrir erlendir þjálfarar og Eysteinn Húni Hauksson eru þar á meðal. Í leikmannamalum er óvíst með framtíð Rafns Heiðal og markmannsins Oliver Bjarka Ingvarssonar en Þórarinn Máni Borgþórsson gætu hins vegar gengið aftur til liðs við sitt uppeldisfélag frá ÍH/HV.

KS/Leiftur: Menn í Fjallabyggð vilja halda Ragnari Haukssyni sem þjálfara og þá ætlar félagið að reyna að halda flestum af sínum leikmönnum. Ingi Freyr Hilmarsson mun einnig ganga aftur til liðs við KS/Leiftur eftir dvöl hjá KA.

Víðir: Það kemur í ljós á næstu dögum hvort Steinar Ingimundarson haldi áfram að þjálfa Víði en hann hefur verið með liðið undanfarin þrjú ár.

Hamar: Jón Aðalsteinn Kristjánsson verður líklega áfram þjálfari Hamarsmanna sem björguðu sér frá falli á síðustu stundu. Milos Milojevic, miðjumaður Hamars, hefur æft með Breiðablik undanfarið og gæti farið þangað.

Völsungur: Jóhann Kristinn Gunnarsson og Jóhann Pálsson hætta væntanlega sem þjálfarar liðsins en sá fyrrnefndi gæti tekið við meistaraflokki kvenna hjá Völsungi. Jónas Grani Garðarsson gæti komið og endað ferilinn á gömlu æskuslóðunum.

KV: KV mun leika í fyrsta skipti í 2.deild á næstu ári og margir ungir og uppadir KR-ingar eru orðaðir við liðið. Gunnar Kristjánsson og Atli Jónasson gætu komið frá KR og þá gæti miðjumaðurinnn Kristinn Magnússon komið frá Víkingi en hann er þó eftirsóttur af fleiri félögum. Brynjar Orri Bjarnason sem var í láni hjá Leikni í sumar og Tómas Agnarsson sem var hjá ÍR gætu einnig gengið til liðs við KV.

Magni: Hlynur Svan Eiríksson heldur líklega áfram sem þjálfari og stefnan er sett upp í aðra deild að nýju.

Sindri: Óli Stefán Flóventsson mun væntanlega taka við Sindra sem spilandi þjálfari.
Athugasemdir
banner
banner