Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 29. september 2009 08:00
Hafliði Breiðfjörð
14 ára línuvörður í efstu deild: Hef verið að fá hrós
Húnbogi gengur af velli á sunnudag.
Húnbogi gengur af velli á sunnudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég tók bara dómararéttindi í janúar í fyrra og hélt aldrei að ég myndi fara svona langt á stuttum tíma, ég hef aðallega verið að dæma fyrir félagið hérna heima," sagði Húnbogi Sólon Gunnþórsson sem er aðeins 14 ára gamall við Valtý Björn í þættinum Mín Skoðun á X-977 í gærmorgun.

Húnbogi var línuvörður í leiknum mikilvæga milli Breiðabliks og GRV í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna á sunnudag en þar réðst það að Breiðablik komst í Meistaradeild Evrópu með því að tryggja sér 2. sætið í deildinni.

,,Þetta byrjaði þannig að ég var strax látinn taka æfingaleik hjá Fjarðabyggðarliðinu. Knattspyrnustjórinn hjá okkur setti mig í það og ég tók 3-4 leiki þannig í vetur og svo hringdu þeir í mig þegar Lengjubikarinn var og það vantaði aðstoðardómara á Höttur - Magni á Egilsstöðum og svo byrjaði ég á fullu í þessu og var á fullu í sumar í 3. deildinni og 1. deild kvenna. Þetta tókst ágætlega og ég hef verið að fá hrós," hélt hann áfram.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Húnboga með því að smella á hlekkinn hér að neðan en hann ræðir meðal annars um þátttöku sína í fótbolta og áhuga sinn á ensku úrvalsdeildinni og fleira.

Smelltu hér til að hlusta á viðtalið.
Athugasemdir
banner
banner