Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mán 05. október 2009 08:33
Magnús Már Einarsson
Lið ársins í 2.deild 2009
Sigurvin Ólafsson, besti leikmaðurinn í 2.deildinni í ár.
Sigurvin Ólafsson, besti leikmaðurinn í 2.deildinni í ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Kári Ívarsson, efnilegasti leikmaðurinn í 2.deildinni í ár.
Jón Kári Ívarsson, efnilegasti leikmaðurinn í 2.deildinni í ár.
Mynd: Fótbolti.net - Vilbogi M. Einarsson
Ásmundur Guðni Haraldsson, besti þjálfarinn í 2.deildinni í ár.
Ásmundur Guðni Haraldsson, besti þjálfarinn í 2.deildinni í ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Hauksson var markahæstur í deildinni og hann er í liði ársins.
Ragnar Hauksson var markahæstur í deildinni og hann er í liði ársins.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Gamla kempan Sinisa Valdimar Kekic er í liði ársins.
Gamla kempan Sinisa Valdimar Kekic er í liði ársins.
Mynd: Fótbolti.net - Vilhjálmur Siggeirsson
Nú síðdegis var lið ársins í 2.deild karla opinberað í Gyllta salnum á Hótel Borg við Austurvöll. Fótbolti.net fylgdist vel með 1.deildinni í sumar og fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins. Hér að neðan má líta það augum en einnig var opinberað val á þjálfara og leikmanni ársins og efnilegasta leikmanninum.



Markvörður:
Kristján Finnbogason (Grótta)

Varnarmenn:
Tomasz Luba (Reynir S.)
Bjarki Már Árnason (Tindastóll)
Einar Valur Árnason (Njarðvík)

Miðjumenn:
Sigurvin Ólafsson (Grótta)
Sinisa Valdimar Kekic (Reynir S.)
Sölvi Davíðsson (Grótta)
Goran Vujic (BÍ/Bolungarvík)

Sóknarmenn:
Rafn Markús Vilbergsson (Njarðvík)
Ragnar Hauksson (KS/Leiftur)
Muamer Sadikovic (Hvöt)


Varamannabekkur: Róbert Örn Óskasson (BÍ/Bolungarvík) – Markvörður, Gestur Gylfason (Njarðvík) – Varnarmaður, Guðmundur Marteinn Hannesson (Grótta) – Varnarmaður, Kristinn Björnsson (Njarðvík) – Miðjumaður, Hjörvar Hermannsson (Reynir) - Sóknarmaður.

Aðrir sem fengu atkvæði:
Markverðir: Ingvar Jónsson (Njarðvík), Nezir Ohran (Hvöt).
Varnarmenn: Gissur Jónasson (Hvöt), Víglundur Páll Einarsson (Höttur), Alexander Magnússon (Njarðvík), Óli Jón Kristinsson (ÍH/HV), Benis Krasniqi (Reynir S.), Milan Ceran (BÍ/Bolungarvík), Vignir Benediktsson (Reynir S.), Aron Bjarnason (Hvöt), Sipos Janos (Hvöt), Óskar Snær Vignisson (Hvöt), Jens Elvar Sævarsson (Hvöt), Frosti Bjarnason (Hvöt), Edilon Hreinsson (Grótta), Rafn Heiðdal (Höttur), Baldvin Ólafsson (Magni), Þorsteinn Þorsteinsson (Víðir), Einar Daníelsson (Víðir), Marko Blagojevic (Víðir), Gísli Örn Gíslason (Víðir), Björgvin Karl Gunnarsson (Höttur), Hjörtur Fjeldsted (Reynir S.), Hafsteinn Ingvar Rúnarsson (Reynir S.), Milos Milojevic (Hamar), Kjartan Sigurðsson (Hamar), Árni Þór Ármannsson (Njarðvík), Pálmi Valgeirsson (Tindastóll), Ísak Þórðarson (Njarðvík).
Miðjumenn: Milan Lazarevic (Hvöt), Garðar Guðnason (Grótta), Agnar Sveinsson (KS/Leiftur), Ólafur Berry (Reynir S.), Haraldur Axel Einarsson (Víðir), Jón Kári Ívarsson (Hamar), Sigþór Snorrason (BÍ/Bolungarvík), Árni Ingi Pjetursson (Grótta), Frans Elvarsson (Njarðvík), Elvar Ægisson (Höttur), Stefán Þór Eysteinsson (Höttur),
Sóknarmenn: Andri Rúnar Bjarnason (BÍ/Bolungarvík), Óttar Kristinn Bjarnason (BÍ/Bolungarvík), Kristinn Ingi Halldórsson (Hamar), Jón Kári Ívarsson (Hamar).



Þjálfari ársins: Ásmundur Guðni Haraldsson - Grótta
Ásmundur hefur verið spilandi þjálfari hjá Gróttu undanfarin fimm ár og hjálpað liðinu að komast upp úr þriðju deildinni í þá fyrstu. Grótta komst upp úr þriðju deildinni árið 2007 og í fyrra endaði liðið í sjöunda sæti í annarri deildinni. Í ár sigraði liðið síðan aðra deildina og tryggði sér þannig um leið sæti í fyrstu deild í fyrsta skipti. Ásmundur skoraði sjálfur tvö mörk í fjórum leikjum en einbeitti sér meira að því að stýra liðinu á hliðarlínunni með góðum árangri.

Aðrir sem fengu atkvæði sem þjálfari ársins: Helgi Bogason (Njarðvík), Mikael Nikulásson (ÍH/HV), Dragan Kazic (BÍ/Bolungarvík), Njáll Eiðsson (Höttur), Jens Elvar Sævarsson (Hvöt).

Leikmaður ársins: Sigurvin Ólafsson (Grótta)
Eftir að hafa orðið Íslands og bikarmeistari með FH þá skipti Sigurvin í Gróttu fyrir siðustu leiktið. Þá lék hann einungis fimm leiki í annarri deildinni en í ár var annað uppi á teningnum og Sigurvin hjálpaði Gróttu að komast upp í fyrstu deild í fyrsta skipti. Sigurvin stjórnaði umferðinni á miðjusvæðinu og skoraði tólf mörk í átján leikjum með Gróttu en þessi 33 ára gamli leikmaður lék frábærlega í sumar.
Aðrir sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins: Kristján Finnbogason (Grótta), Rafn Markús Vilbergsson (Njarðvík), Ragnar Hauksson (KS/Leiftur), Muamer Sadikovic (Hvöt), Milan Lazarevic (Hvöt).

Efnilegastur ársins: Jón Kári Ívarsson - Hamar
Jón Kári er uppalinn KR-ingur en hann gekk upp úr öðrum flokki síðastliðið haust. Í vetur ákvað Jón Kári að ganga til liðs við Hamar líkt og fleiri jafnaldrar hans úr félögum á höfuðborgarsvæðinu. Jón Kári var markahæsti leikmaður Hamars í sumar með átta mörk en þau voru mörg hver afar mikilvæg. Hamarsmönnum gekk illa framan af móti en liðið vann þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum og náði þannig að bjarga sér frá falli niður í þriðju deild.
Aðrir sem fengu atkvæði sem efnilegastur: Pétur Már Harðarson (Grótta), Emil Pálsson (BÍ/Bolungarvík), Frans Elvarsson (Njarðvík), Elvar Ægisson (Höttur), Halldór Ingvar Guðmundsson (KS/Leiftur), Ingvar Jónsson (Njarðvík), Jóhann Valur Clausen (Höttur), Fannar Örn Kolbeinsson (Tindastóll), Kjartan Sigurðsson (Hamar), Kristinn Ingi Halldórsson (Hamar), Andri Rúnar Bjarnason (BÍ/Bolungarvík).


Ýmsir molar:

  • Kristján Finnbogason og Ragnar Hauksson fengu bestu kosninguna í liði ársins. Kristján fékk 19 atkvæði í markinu en Ragnar fékk 20 atkvæði í fremstu víglínu.


  • Sex leikmenn Hvatar fengu atkvæði í lið ársins sem varnarmaður.


  • Tólf leikmenn fengu atkvæði í vali á efnilegasta leikmanninum.


  • Hvorki fleiri né færri en 32 varnarmenn fengu atkvæði í liði ársins að þessu sinni.


  • Leikmenn úr öllum liðum deildarinnar fengu atkvæði í vali á liði ársins að þessu sinni.





Smellið hér til að sjá lið ársins í 2.deild 2008
Smellið hér til að sjá lokastöðuna í 2.deildinni
Athugasemdir
banner
banner
banner