Spekingurinn Guðni Erlendsson hefur tekið saman töflu yfir frammistöðu markvarða á Íslandsmótinu í knattspyrnu í sumar og komist að þeirri niðurstöðu að Fjalar Þorgeirsson markvörður Fylkis hafi staðið sig best á nýliðnu tímabili.
Hér að neðan má sjá töfluna sem sýnir árangur markmanna í 2., 1. og úrvalsdeild karla á Íslandsmótinu 2009. Meðaltalið reiknast út frá fjölda leikja viðkomandi markmanns á móti fjölda marka sem markmaðurinn fékk á sig á tímabilinu.
Allir skráðir leikir markmannsins eru taldir með, þá sama hvort markmaðurinn hafi aðeins spilað hluta úr leiknum. Einnig fær markmaðurinn skráð á sig öll þau mörk sem liðið fékk á sig í þeim leikjum hann kom við sögu. Til dæmis fékk Ingvar Jónsson markmaður Njarðvíkur skráðan á sig leik og tvö mörk í leik á móti Reyni sem endaði 2-2 þrátt fyrir að hann hafi aðeins leikið fyrstu 22 sek. leiksins.
Taflan sýnir alla markmenn sem spiluðu 11 leiki (50%) eða fleiri.
Heimild: KSI.is Heimildarvinna: Guðni Erlendsson
Athugasemdir