mið 28. október 2009 14:10
Magnús Már Einarsson
Heimild: Sky 
Martinez neitar að hafa sagt að Ferguson sé of valdamikill
Roberto Martinez, stjóri Wigan, segir ekki rétt að hann hafi sagt að Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hafi of mikil völd í enska boltanum.

Í enskum fjölmiðlum í morgun birtust ummæli frá Martinez þar sem hann sagði einnig að enska knattspyrnusambandið beri of mikla virðingu fyrr Ferguson.

Martinez hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir rangt að hann hafi látið þessi ummæli falla.

,,Roberto Martinez, stjóri Wigan Athletic, neitar því alfarið að hafa látið hafa eftir sér ummæli um Sir Alex Ferguson sem hafa birst í nokkrum fjölmiðlum," sagði Martinez í yfirlýsingu sem samtök knattspyrnustjóra á Englandi sendu frá sér.

Sjá einnig:
Martinez telur að Ferguson hafi of mikil völd í enska boltanum
Athugasemdir
banner
banner