Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 11. nóvember 2009 14:16
Gunnar Gunnarsson
Heimild: Soccernet 
Roman Pavlyuchenko vill komast í burtu frá Tottenham
orðinn langþreyttur á bekkjarsetunni á White Hart Lane
Frosinn fastur á varamannabekknum!! Roman Pavlyuchenko er orðinn leiður á eilífri bekkjarsetu hjá Tottenham og vill komast frá félaginu.
Frosinn fastur á varamannabekknum!! Roman Pavlyuchenko er orðinn leiður á eilífri bekkjarsetu hjá Tottenham og vill komast frá félaginu.
Mynd: Getty Images
Roman Pavlyuchenko framherji Tottenham stefnir á að ræða framtíð sína við Harry Redknapp knattspyrnustjóra félagsins eftir landsleikjahléið en leikmaðurinn ætlar að krefjast þess að fá að fara er leikmannamarkaðurinn opnar í janúar ef hann fær ekki fleiri tækifæri á White Hart Lane.

Pavlyuchenko hefur setið löngum stundum á varamannabekknum hjá Tottenham á þessu tímabili og er sá rússneski farinn að örvænta. Með sama áframhaldi gæti hann hugsanlega ekki spilað með Rússlandi á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku á næsta ári.

Guus Hiddink landsliðsþjálfari Rússa talaði um það við Pavlyuchenko að hann ætti það á hættu að missa af mótinu ef hann væri ekki að spila reglulega hjá sínu félagsliði.

Eins og staðan er í dag þá virðist Pavlyuchenko vera fjórði kostur Harry Redknapp í framlínu Tottenham á eftir Jermain Defoe, Robbie Keane og Peter Crocuh. Hinn 27 ára gamli Rússi hefur aðeins tekið þátt í 6 leikjum Lundúnaliðsins í öllum keppnum og skorað eitt mark.
Af þessum sökum hefur kappinn misst sæti sitt í byrjunarliði rússneska landsliðsins sem mætir Slóveníu á laugardaginn í Moskvu í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM. Ef Rússum tekst að hafa betur í þessum tveimur leikjum þarf Pavlyuchenko að spila meira ef hann á að eiga möguleika á að komast til Suður-Afríku.

,,Ég vil yfirgefa félagið. Það er ómögulegt fyrir mig að vera áfram hjá Tottenham miðað við þær aðstæður sem ég þarf að búa við. Ég hef setið á bekknum í hálft ár og núna tapað sæti mínu í byrjunarliði hjá landsliðinu," sagði Pavlyuchenko og bætti við.

,,Vonandi komust við á HM á næsta ári en ég efast um að landsliðið muni treysta á framherja sem spilar ekki fyrir félagslið sitt? Ég vil fá að spila en ekki verma bekkinn endalaust," sagði Rússinn máli sínu til stuðnings.

Tottenham keypti Pavlyuchenko fyrir 14 milljónir punda frá Spartak Moskvu og gerði við hann 5 ára samning í ágúst 2008. Framherjinn óttast að stjórn félagsins muni hafna því að selja hann á þeim forsendum að Tottenham mun ekki geta fengið svipaða upphæð og þeir greiddu fyrir hann í fyrra.

,,Strax eftir leikinn gegn Slóveníu mun ég og umboðsmaður minn fljúga til London í þeim tilgangi að semja við Tottenham og ég ætla persónulega að taka þátt í þessum viðræðum. Ég ætla að spyrja stjórnina hvaða verðmiða þeir vilja fá fyrir mig," sagði Pavlyuchenko í viðtali við rússneska fjölmiðla.

,,Harry Redknapp talar ekki við mig um þessi málefni. Í upphafi tímabilsins sagði hann fjóra framherja vera ákjósanlegan fjölda en nú hefur hann gefið það út að þrír séu nóg. Ég er sá fjórði þannig að það er augljóst að ég á bara að koma mér í burtu frá félaginu," sagði sá rússneski og bætti við.

,,Það eina sem getur staðið í veginum fyrir því að ég fari er verðmiðinn sem Tottenham vill fá fyrir mig en ég mun krefjast þess að fá að fara. Aðalatriðið er að ná samkomulagi sem er ásættanlegt fyrir félagið og mína framtíð," sagði Pavlyuchenko að lokum.
Athugasemdir
banner