Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
   þri 17. nóvember 2009 10:50
Þórður Már Sigfússon
Heimild: Onside.dk 
Esbjerg: Mikill áhugi hjá Reading á Gunnari Heiðari
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Sölvi Logason
Niels Erik Söndergaard, yfirmaður íþróttamála hjá danska úrvalsdeildarliðinu Esbjerg, segist finna fyrir miklum áhuga hjá Reading á framherjanum Gunnari Heiðari Þorvaldssyni sem er nú til reynslu hjá enska liðinu.

,,Það er rétt að hann mun dvelja við æfingar hjá Reading í þessari viku og mun m.a. spila æfingaleik með liðinu,“ sagði Söndergaard í samtali við vefmiðilinn Onside.dk.

,,Reading kom að máli við okkur og ég finn fyrir miklum áhuga hjá þeim,“ sagði hann ennfremur.

Gunnar Heiðar hefur ekki náð sér á strik með Esbjerg síðan hann gekk til liðs við félagið fyrir rúmu einu og hálfu ári síðan. Hann hefur lítið fengið að spreyta sig og mörkin hafa verið af skornum skammti.

,,Hann kom ekki hingað til þess að spila með varaliðinu eða sitja á bekknum þannig að nú vinnum við að því að finna lausn á hans málum svo hann geti fundið sér nýtt lið í vetur.“
Athugasemdir
banner
banner